Gripla - 01.01.1980, Side 236
UM GRÆNLANDSRIT
231
drætti íslenska,46 en í síðari hlutanum segir hann frá Grænlandssigling-
um á 16. öld og þó mest af ferðunum 1605-7. Kroníkan er fremur
skáldskapur en sagnfræði, og þykir vel á haldið í siglingalýsingum
kvæðisins, enda býður efnið upp á það.47 Hún er til í gömlum þýðing-
um íslenskum, og er ein eignuð Jóni Ólafssyni Indíafara, en aldrei hafa
þessar þýðingar verið teknar til athugunar, svo að mér sé kunnugt um.
Ólafur nefnir þær ekki í bók sinni.
Leiðarlýsingar voru mönnum nauðsyn, þegar farið var að hyggja að
Grænlandsferðum á 16. öld, og þarf ekki að koma á óvart að eitt það
fyrsta sem fyrir verður og Grænland varðar í íslenskum bókum frá
síðari öldum eru siglingastefnur. Þær eru úr bréfabók Gissurar Einars-
sonar Skálholtsbiskups.48 Textaskyldleiki er við Landnámu og við kafla
í Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar með ‘viðaukunum’. Hefði verið
fengur að fá fjallað um þessar leiðarlýsingar í bók Ólafs, samband
þeirra og uppruna.
Höfundur Qualiscunque descriptio Islandiae hefur áhuga á Græn-
landi, og er það sem hann segir athyglisvert, þótt hér sé ekki tækifæri
til að ræða það.
Fyrstur íslendinga til að skrifa rit um Grænland á síðari tímum var
sem kunnugt er Amgrímur lærði. Gronlandia Arngríms er að miklum
hluta stytt latnesk þýðing á köflum úr íslenskum fornsögum. Efninu
hefur höfundur trúlega safnað um og eftir 1596, jafnframt því sem
hann dró saman efni í Crymogæu og önnur sögurit, sem hann samdi á
næstu ámm. Veturinn 1602-3 var Arngrímur í Kaupmannahöfn, og
hefur hann þá að líkindum skýrt P. H. Resen prófessor við Hafnar-
háskóla frá riti sínu um Grænland. Síðar sendi Arngrímur Resen
Gronlandiu, að talið er 1606, og fylgdi með kort Guðbrands Þorláks-
sonar um Norðurhöf.49 Amgrímur hefur ætlast til þess að Gronlandia
væri prentuð, en af því varð ekki, og hefur það vakið undmn, þar sem
áhugi var um þetta leyti á Grænlandi í Danmörku. í því sambandi er
þó rétt að hafa í huga að Grænlandsáhugi danskra stjórnvalda dvínaði
48 Gustav Storm, Om Kilderne til Lyschanders ‘Gr0nlandske Chronica’, Aar-
b0ger for nord. Oldk. og Hist. 1888, bls. 197-218.
47 Oluf Friis, tilv. rit, bls. 518-19.
48 íslenzkt fornbréfasafn X, 1911-21, bls. 434 og 436.
49 Jón Helgason, Arngrímur Jónsson Gronlandia 1688, Monumenta typo-
graphica Islandica VI, 1942, bls. 10-11. Jakob Benediktsson, Arngrimi Jonae
Opera latine conscripta IV, Bibl. Arnam. XII, 1957, bls. 332.