Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 237
232
GRIPLA
til muna eftir ferðirnar 1606 og 1607, þegar ekki náðist sá árangur sem
menn höfðu vænst eftir fyrstu ferðina 1605. Um þetta leyti kom einnig
út Grænlandskroníka Lyschanders, og var hún að sumu leyti áhuga-
verðari fyrir Dani en rit Arngríms, einkum vegna þess að þar var
rækilega lýst siglingum danskra manna til Grænlands. Grænlandslýsing
Peders Clauss0ns Friis barst til Danmerkur um þetta leyti og var ekki
prentuð fyrr en miklu síðar.
Rímur hafa verið til ortar út af Grænlandsefni. Vitnisburður um þær
með hendi Áma Magnússonar er í AM 770c 4to ú, bl. 11, þar sem segir:
‘Grænlendingarimur hefur ordt Jon Gudmundsson i Raudseyum, mein-
ast vered hafa 6. eda 8. tvær þær firstu voru um sigling Forbisheri til
grænlandz.’ Jón í Rauðseyjum var samtímamaður Bjöms á Skarðsá og
Jóns lærða Guðmundssonar. Hefur hann eftir þessu valið sér efni úr
samtíðinni að yrkja út af, og kemur ekki á óvart að breiðfirskur eyja-
maður sjái yrkisefni í siglingalýsingum eða hafi áhuga á Grænlands-
siglingum. Ekki er kunnugt um samband þeirra nafna Jóns í Rauðs-
eyjum og Jóns lærða, fremur en um margt annað frá þessum tímum,
en fjarska væri það trúlegt að þeir hefðu átt skipti saman, ef Jón var
í Rauðseyjum á þeim árum sem Jón lærði var viðloða á Skarði og þar
í nágrenni um 1605-11 eða þau árin sem hann var á Snæfellsnesi 1616-
27. Hafa þeir þá haft umræðuefnið, ef Jón í Rauðseyjum orti rímurnar,
en Jón lærði samdi Grænlands annál.49b
Grænlands annál sem nú hafa verið prentuð í bók Ólafs eru heim-
ildasafn fremur en fullunnið bókmenntaverk. Þau byrja formálalaust á
uppskrift Eiríks sögu rauða, sem er drýgstur hlutinn eða liðlega 33
blaðsíður af 71. Þá eru taldir með Landnámukaflar sem aukið er í texta
sögunnar og einnig ýmsar innskotsgreinar frá 17. öld, athugasemdir við
textann, hugleiðingar og skýringar, venjulega auðkenndar með svigum,
gæsalöppum og inndrætti, svo að lesandi þurfi ekki að villast á texta
sögunnar og viðbótarefninu. Að sínu leyti svipar þessu til athugasemda
og skýringagreina, sem nú tíðkast að hafa neðanmáls í söguútgáfum,
og er ekki öllu meira að vöxtum en sem því nemi. Þó eru það þessir
smáviðaukar sem gefa annálinu gildi; texti Eiríks sögu er til annars
staðar fullkomnari.
Á eftir Eiríkssögutextanum eru smærri kaflar, og eru það að mestu
leyti uppskriftir eldri texta eða ágrip af þeim, en að nokkru leyti munn-
49b Að líkindum er brot úr Grænlendinga rímum Jóns í Rauðseyjum varðveitt
í AM 152 8vo. Það er prentað hér á eftir á bls. 250-256.