Gripla - 01.01.1980, Side 238
UM GRÆNLANDSRIT
233
mæli eftir samtímamönnum, og fara þau vaxandi þegar á líður annálin.
Kaflamir koma einn af öðram án þess að séð verði föst skipan á röð
þeirra eða fjölda. Grænlands annál eru í hópi þeirra rita sem auðveld-
lega mátti breyta í uppskriftum, auka við eða nema af eða raða upp á
nýtt. Þetta verður að sjálfsögðu að hafa í huga, þegar fjallað er um
aldur þeirra og höfund.
Við rannsókn Ólafs Halldórssonar á Grænlands annálum hefur
niðurstaða hans um höfund líklega komið mönnum mest á óvart. Fram
að þessu hefur hiklaust verið talað um Grænlands annál Bjöms á
Skarðsá. Hér eftir verður það naumast gert. Til þess hefur Ólafur rennt
of mörgum stoðum undir þá kenningu að Jón lærði Guðmundsson eigi
mestan þátt í annálunum og sé aðalhöfundur þeirra. Þar með er að
mínu mati stigið stórt skref á braut, sem þó var byrjað að feta. Þykir
mér rétt að skýra þetta nokkru nánar.
Arið 1945 birti Jón Jóhannesson grein í Skími, sem hann nefndi
Reisubók Bjarnar Jórsalafara. Þar er safnað saman reisubókarefni úr
Grænlands annál Björns á Skarðsá, úr riti Arngríms lærða, Specimen
Islandiæ, og úr ritum Jóns lærða Guðmundssonar. í greininni komst
Jón að þeirri niðurstöðu að allar frásagnir um reisubókina væm mnnar
frá Jóni lærða. Jón eignaði Birni á Skarðsá Grænlands annál, og gerði
hann ráð fyrir því að Bjöm hefði fengið reisubókarágripið frá Jóni
lærða og notað það í annálinn. Jafnframt er bent á það í greininni, að
á víð og dreif í ritum Jóns lærða sé mikið af öðra efni, sem einnig sé í
Grænlands annál Bjöms, og sé mest af því ungt og bundið við Vestur-
land. Telur Jón þess vegna líklegt að Björn hafi þegið miklu meira frá
Jóni lærða en ágripið af reisubókinni, en út í þá sálma er ekki frekar
farið í greininni.50
I greininni Til Hauksbóks historie i det 17. árhundrede fjallaði Jón
Helgason rækilega um samband Grænlands annála og rita Jóns lærða
Guðmundssonar.51 Hann benti þar á mörg augljós dæmi um skyldleika,
sem hann taldi þannig til kominn, að Jón lærði hefði komist í efni sem
Björn á Skarðsá hafði viðað að sér í Grænlands annál. Fyrir þessu gerir
Ólafur Halldórsson ágæta grein í bók sinni á bls. 285-87. Ólafur fellst
ekki á niðurstöðu Jóns Helgasonar um upprana sameiginlegs efnis, en
er þeirrar skoðunar, eins og bryddað hafði á hjá Jóni Jóhannessyni, að
50 Skírnir, 1945, bls. 79. Prentað að nýju í Jón Jóhannesson, íslendinga saga
n, 1958.
51 Opuscula I, Bibl. Arnam. XX, 1960, bls. 32—40.