Gripla - 01.01.1980, Side 239
234
GRIPLA
Bjöm hafi þegið frá Jóni lærða. Fyrir þessu færir Ólafur mörg og að
því er mér virðist gild rök. Verður lokaniðurstaða Ólafs, að Jón lærði
sé höfundur Grænlands annála, en sennilega hafi Björn á Skarðsá
fengið handrit Jóns lærða í hendur og gert á því breytingar; væm þá
öll varðveitt handrit Grænlands annála runnin frá endurskoðaðri gerð
Björns á Skarðsá. Fyrir þessu gerir Ólafur grein á bls. 290-91, og
nefnir breytingar sem má ætla að Bjöm hafi gert á handriti Jóns lærða,
og er betur um það fjallað á bls. 285. Hefði þar þó einnig mátt minna
á efni, sem verður með engu móti séð frá hvorum eða hverjum er
runnið. Grænlands annál eru þannig gerð, eins og áður sagði, að þeim
var ákaflega auðvelt að breyta í endurskoðun, og mátti gera á ýmsa
vegu. Ef gert er ráð fyrir því að öll varðveitt handrit Grænlands annála
séu runnin frá einu glötuðu handriti Björns á Skarðsá, er um leið
viðurkennt að óvíst sé hvernig annálin voru í hendur búin frá Jóni
lærða. Mér þætti því trúlegt að nú yrði um hríð talað um höfund Græn-
lands annála, ef vitna þarf til hans, en síður nefnt nafnið; enda tek ég
eftir því að þann hátt hefur Ólafur sjálfur á í bók sinni.
Ólafur leiðir líkur að því að Jón lærði hafi dregið saman efni í
Grænlands annál 1623, og styðst þá við ártal í texta og önnur atriði
sem benda til aldurs. Ekki er reynt í bók Ólafs að grafast fyrir um
ástæðuna til þess að Jón tók sig fram um að safna þessu efni, skrifa
það upp og gera við það athugasemdir. Enda gat þar auðvitað margt
borið til. Vel getur verið að hann hafi átt öll upptökin sjálfur, en ekki
væri það ótrúlegt á þeim ámm, þegar íslensk sagnaritun siðari alda var
enn í bernsku, að hann hefði haft til þessa einhverja hvatningu lærðra
manna. Kæmu þá líklega Hólamenn helst til greina, enda fór handrit
Jóns þangað norður og Arngrímur lærði notaði annálin í Specimen
Islandiœ 1637 eða fyrr. 52 Bæði Guðbrandur biskup og Arngrímur lærði
hafa haft nokkurn áhuga á Grænlandi. Arngrímur hafði ekki þekkt
Eiríks sögu rauða, þegar hann samdi Gronlandiu, en einmitt þessi saga
er meginefni í Grænlands annálum. Eins og áður sagði var talsverður
áhugi á norðurslóðum í Danmörku um þessar mundir eða litlu fyrr,
ekki síst vegna hvalveiðanna, sem konungur átti þá hlut að. Ferð Jens
Munks var farin 1619-20. Árið 1619 kom til íslands tilboð konungs
um Grænlandssiglingu, og veturinn 1621-22 lágu hér skipbrotsmenn-
irnir af konungsskipinu danska, sem sent var að veiða hvali við Græn-
52 Jakob Benediktsson, Bibl. Arnam. XII, bls. 471.