Gripla - 01.01.1980, Side 241
236
GRIPLA
og konungi (15.13). Óláfs er venjulega prentað svo, en bregður fyrir
Ólafs (17.10; í hndr. Öláfs). Sumir er á einum stað prentað sumer
(24.7). Endingin -lega er þannig prentuð að jafnaði, en þó kemur fyrir
merkiliga (35.16). Sumt eru auðsæjar prentvillur: Oddsonar (37.4) með
einu 5-i; alsskonar (53.25) með einu l-i og tveimur s-um. Annað er
sjálfsagt matsatriði, eins og að láta prenta ðt í rauðt (28.21, 28.24),
verðt (57.6), umrœðt (62.17), rœðt (63.12, 64.11); þetta þykir mér
óþarft í texta sem er færður til nútímastafsetningar. Skrýtið er að sjá
rúnir láu (56.26) g-laust; og dróg að jólum með g-i í dró (22.9); laug-
ardœginn (71.16) og föstudœginn (73.5) með œ-i; byskups víxlum (45.
30) með x-i. Á bls. 71.17-18 stendur í dómnefndir í tveimur orðum, en
orðið dómnefndir skiptist á milli lína; hér á að standa í þremur orðum
í dóm nefndir. Læt ég svo lokið upptalningu á þess konar dóti.
Grænlands annál eru prentuð að mestum hluta eftir handriti Björns
á Skarðsá, AM 115 8vo, sem Ólafur kallar A. Handritið er ekki tíma-
sett, en Ólafur leiðir að því líkur að það sé skrifað 1643 (bls. 156-9
og 197). Þetta ártal er þannig fengið að Ólafur færir fyrir því rök að
Þórður Þorláksson hafi talið Grænlands annál samin árið 1643, og
telur Ólafur sennilegt að þetta ártal hafi Þórður séð í tímasettu handriti
með hendi Björns á Skarðsá, væntanlega A, og hafi þá ártalið verið í
þessu handriti aftast, en upphaflegt niðurlag þess er nú tapað. Allt fær
þetta vel staðist, en getur ekki talist fullöruggt, og er því eðlilegt að
Ólafur reyni að skjóta fleiri stoðum undir þessa aldursákvörðun. Hann
fullyrðir að skriftarlag og stafsetning í A sé einna líkast AM 731 4to
af tímasettum handritum Björns, en það handrit hafi Bjöm skrifað
1641. Ekki dreg ég í efa að þessi staðhæfing sé á fullum rökum reist
og byggi á athugun þeirra handrita sem um ræðir, en þá þykir mér á
skorta að ekki skuli bent á tímasett handrit Björns, sem athugunin
tekur til, önnur en 731. Helst hefði ég kosið að fylgt hefðu ritsýni úr
þessum handritum Björns í líklegri tímaröð. Við það hefði röksemd
Ólafs fengið aukið gildi.
Veigaminni þykir mér sú röksemd að Bjöm hefði tæpast skrifað
upp Grænlandsefnið í AM 258b 8vo VI, handriti sem er yngra en 1632,
ef hann þá hefði haft Grænlands annál undir höndum. Meginhluti
Grænlandsefnisins sem Björn skrifar orðrétt upp í 258 er úr íslenskri
þýðingu á Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar, og mátti vera Bimi
forvitnilegt, hvort sem hann hafði Grænlands annálin eða ekki.
í næstu köflum gerir Ólafur grein fyrir öðmm handritum Grænlands