Gripla - 01.01.1980, Page 243
238
GRIPLA
Á bls. 209-10 setur Ólafur upp mjög haganlega töflu, sem sýnir efni
Grænlands annála með tilvísun til útgáfunnar framar í bókinni og sam-
svarandi staða í handritum útdráttanna og í Hauksbók. Þetta er til
þæginda, en mikið vill meira, og vaknar spurning um það hvort ekki
hefði mátt með einhverju móti koma fyrir tilvísunum til heimilda á
spássíum eða neðanmáls við textann sjálfan, þar sem svo mikill hluti
Grænlands annála er úr kunnum ritum.
Veigamest í þessum Hauksbókarkafla kynni ýmsum að þykja greinar-
gerð Ólafs fyrir frávikum í Grænlands annálum frá texta Hauksbókar
og útdráttanna, orðalagsbreytingar annálahöfundar og viðaukar. Eink-
um er fengur að umfjöllun Ólafs um nokkur þessara atriða, sem er á
bls. 223-28. Af einhverjum ástæðum mér ókunnum er einmitt þetta
prentað með smáletri. Ólafur ræðir hér einkum rækilega um viðauka-
kaflann um bróður Gunnlaugs bækur og Edduhöfunda, og rekur hann
það sem Guðbrandur Vigfússon og aðrir hafa haft fram að færa um
þetta. Þar á meðal eru tilvísanir í Dimm fornyrði lögbókar íslendinga,
rit Bjöms Jónssonar á Skarðsá. Vitnar Ólafur á bls. 227 í Sciagraphiu
Hálfdanar Einarssonar, að hann segi að Björn á Skarðsá hafi lokið við
þetta rit 1626. Jafnframt telur Ólafur að Jón Þorkelsson hafi væntan-
lega farið eftir ársetningu Hálfdanar í grein sinni um Bjöm á Skarðsá
í Tímariti hins íslenzka bókmenntafélags 1887, og einnig Guðbrandur
Vigfússon í Corpvs Poeticvm Boreale 1883. Um ársetninguna 1626
segir Ólafur orðrétt: ‘Ártalið mun vera skakkt ritað (prentvilla?) í
Sciagraphia, 1626 fyrir 1636, en Hálfdán hefur væntanlega tímasett
ritið með hliðsjón af bréfi frá Þorláki Skúlasyni til Ole Worms frá 3.
september 1636’ o. s. frv. Bréfið telur Ólafur að Hálfdan hafi misskilið
og dregið af því þá ályktun að rit Bjöms um dimm fomyrði lögbókar
væri samið 1636.
Hér hygg ég að Ólafur sé á villigötum. Fyrst er það að ársetningin
1626 er í bókmenntasöguhandritum Hálfdanar, sem eru eldri en prent-
aða útgáfan (t. d. Gl. kgl. sml. 2875 4to og JS 480a 4to, bls. 12), svo að
prentvilla er hún ekki. Um misritun er sjálfsagt ekki heldur að ræða.
Hálfdan hefur trúlega haft ártalið úr handriti að riti Björns, og kemur
sterklega til greina að hann styðjist um þetta við AM 217 4to, sem
geymir skýringar Björns á dimmum fornyrðum lögbókar. Þetta handrit
hefur Árni Magnússon látið skrifa eftir bók með hendi Hákonar Orms-
sonar alþingisskrifara, og var á þeirri bók áletrun Brynjólfs Sveinssonar
biskups: ‘II Anno 1647’. (Trúlega er það þetta handrit Brynjólfs sem