Gripla - 01.01.1980, Page 244
UM GRÆNLANDSRIT
239
nú er í Landsbókasafni, merkt Lbs. 8 fol.) Framan við rit Bjöms í AM
217 4to eru bundin stök blöð, tvö þeirra eru með athugasemdum Árna
Magnússonar um handritið, en á þriðja blaði er skrifaður inngangur.
Af efni þessa inngangs kemur fram að hann er inngangur höfundar að
skýringum á vandskildum orðum lögbókar. Upphafið er á þessa leið:
‘Ad eg þessi ord hefe samantyndt og skrifuad vr vorri lógbok og sagt
um þau mýna meinijng Bid eg alla froma menn og vitra vel fyrir mier
virda og vpptaka’ o. s. frv. í lok þessa inngangs stendur: ‘Aa Skardsá
25 Aprilis Anno 1626. Bjórn J(öns)s(on).’ Eftir þessu þykir mér líklegt
að Hálfdan Einarsson hafi farið í bók sinni.
Á þessari sömu blaðsíðu 227 miðri lætur Ólafur í ljós skoðun á aldri
þeirra málfræðirita Björns á Skarðsá sem hann hefur minnst á, og telur
hann að þau séu líklegast yngri en Grænlands annál; eru þá lögbókar-
skýringar Björns taldar með málfræðiritum, þykist ég sjá. Við mat á
þessum aldurssamanburði skiptir sjálfsagt meginmáli, hvort miðað er
við aldur sameiginlegs foreldris allra varðveittra handrita Grænlands
annála eða við aldur hugsaðs frumrits frá því um 1623. Aldur sam-
eiginlegs foreldris handritanna er ekki þekktur, en við hitt er sá ann-
marki að breytingar sem hafa orðið frá frumdrögum verksins eða frum-
riti til sameiginlegs foreldris varðveittra handrita verða nú ekki raktar.
Eg sé ekki ástæðu hér til að fara mörgum orðum um aldur á riti
Björns á Skarðsá um dimm fornyrði lögbókar, enda hefur það mál ekki
verið kannað, svo að mér sé kunnugt um. Aðeins má benda á að ekki
er í sjálfu sér neitt ósennilegt við það að Björn semji slíkt rit um 1626.
Um það leyti verður vart nokkurs lögfræðilegs áhuga hér á landi, og
er til dæmis um það lögfræðirit eftir Þorstein Magnússon sýslumann í
Þykkvabæ í Álftaveri, þar sem hann hefur tekið saman lögbókargreinar,
sem honum þóttu þurfa leiðréttingar við. I eftirmála Þorsteins, sem
hann undirritar 3. des. 1633, gerir hann grein fyrir tilgangi verksins og
upptökum þess, og segir hann þar að árið 1625 hafi sá frómi herra,
Gísli Hákonarson lögmaður, verið þeirrar meiningar, ‘þui fyrer [ad]
koma ad lógbokenn óll skyllde lagfærast þar þess med þurfa þætte’, og
hafi hann skrifað sér bréf til saman að taka úr sérhverjum kapítula,
það sem sér þætti tvírætt eða vanskilið. (Lbs. 8 jol., bl. 63r; fyllt eftir
AM 23la 4to, bl. 100.) Að þessu er einnig vikið í formála Bárðar Gísla-
sonar lögréttumanns í Vatnsdal í Fljótshlíð fyrir riti hans Um þær lag-
anna greinir sem tvírœÖar eru, sem undirritaður er 26. jan. 1665. (AM
215a 4to, bls. 4. AM 213c 4to, bl. lv.)