Gripla - 01.01.1980, Side 245
240
GRIPLA
í næstu köflum rekur Ólafur áfram heimildirnar að Grænlands ann-
álum, og er þar komið víða við, svo að ekki verður hér minnst á nema
fátt eitt. Rækileg er umfjöllun Ólafs um Griplu efni og um efni úr
Grænlandslýsingunni gömlu (Grönlandiœ vetus chorographia á afgömlu
kveri), þar sem gerðar eru óvæntar og mjög snjallar tilraunir til að
lagfæra textann, og sýnir Ólafur í því mikla hugkvæmni. Athyglisverður
er steinakaflinn sem Ólafur dregur fram og ræðir um á bls. 231-2. Á
bls. 242-53 er enn einu sinni fjallað um reisubók Bjarnar Jórsalafara.
Síðast hafði Jón Jóhannesson tekið hana til mjög rækilegrar athugunar
í grein sinni í Skírni 1945, og fellst Ólafur í öllum meginatriðum á
niðurstöður Jóns, enda virðast þær traustar. Viðbót Ólafs er athugun
á efni sem hann kallar Samtíning um ísland og Grœnland (bls. 246-
50), og hefði að ósekju mátt auka við hana, en sleppa þá fremur köflum
úr ritum Arngríms og Jóns lærða, sem áður hafa verið prentaðir. Skyld-
leiki þessa ‘samtínings’ við Grænlands annálin kemur að vísu fram í
bók Ólafs, en yrði hygg ég enn skýrari ef meira ‘samtíningsefni’ væri
tekið til samanburðar. I ‘samtíningnum’ er sagt að á Grænlandi fæðist
út í skógum alls kyns villudýr, sem á öðrum meginlöndum, og haldi
menn það þar af áfast við Norðvesturslöndin eður Americam. Því næst
er svigi í AM 770c 4to e, bl. 4r, sem hér er stuðst við, og fer á eftir
þessi athugasemd: ‘(sem og vijsvitad er, þui þad sanna allmargar frædi-
bækur J landa bokinne.’ Þar á eftir fer kafli, sem samsvarar að hluta
til klausunni sem Ólafur lætur prenta eftir AM 779b 4to á bls. 258-9
í bók sinni, þar sem hann fjallar um Landabókina. Framhald ‘sam-
tíningsins’ í 770c er: ‘Þar vt fra og nordur eru Elivogar og suo hafs
botnar sem var Rijki dumbs risa kongs fordum, sem kallast dumbs haf.
hann var fader bárdar snæfellz ass. Þadann til vt nordurz liggur risa land
og Jotun heimar, sem vier kollum midnáttarland.’ Þetta er að nokkru
leyti sama efni sem er í Grænlands annálum á bls. 48, Úr Bárðar sögu
Snœfellsáss, og er texti þó frábrugðinn. Síðan er um eyjar sem liggi
norður frá Hálogalandi og allt hingað í íslandshaf, sem hafa gagn og
gæði, en má ei byggja á vetur fyrir myrkri um skammdegi, því menn
eru strax drepnir af óvættum og draugum. Landfræðiefni er áfram í
þessum ‘samtíningi’, og er sumt sambærilegt við Grænlands annálin.
Hefði verið fengur að fá gerða nákvæma grein fyrir efninu.
í kafla um not á Króka-Refs sögu á bls. 256-8 er rætt um Fjörðinn
öllum lengra, sem er nafngreindur í Grænlands annálum og í Jökuls
þœtti Búasonar, en handrit hans eru engin eldri en frá því um miðja