Gripla - 01.01.1980, Page 246
UM GRÆNLANDSRIT
241
17. öld. Firði með þessu nafni er lýst í Grcenlandslýsingu ívars Bárðar-
sonar, og svipar um sumt til Grænlands annála. Þetta skýrir Ólafur
með því að Fjörðurinn öllum lengri sé ættaður úr grænlenskum þjóð-
sögum, og virðist hann þá gera ráð fyrir því að þessar þjóðsögur um
fjörðinn hafi borist til Noregs og íslands og nafnið með og komi fram
óháð í Grænlandslýsingu ívars og í Grænlands annálum. Forsenda
þessarar ályktunar er sú, að ekki geti verið ritsamband á milli Græn-
lands annála og Grænlandslýsingar ívars, þar sem íslendingar virðist
ekki hafa vitað um Grænlandslýsingu ívars fyrr en hún kom á prent í
Norriges . . . Bescriffuelse eftir Peder Clauss0n Friis, Kaupmannahöfn
1632. Þessi röksemdafærsla gæti orkað tvímælis, og virðist mér hæpið
í þessum efnum að byggja mjög á þögn heimildanna. Þá hef ég það
einkum í huga að lýsingin virðist hafa verið allvel þekkt í Danmörku
og víðar um lönd frá því á s.h. 16. aldar, ef ekki fyrr. Ensk þýðing
kom út á prent 1625 í kunnu riti, sem fyrr sagði. Hér verð ég einnig
að nefna að nýju forsögn um stefnu til Grænlands úr bréfabók Gissurar
Einarssonar Skálholtsbiskups; fyrirsögn hennar er: ‘Þetta er riettur kor
til grænlandz sem vorer foruerarar j sijnum bokum hafa vpskrifad.’55
Sama forsögn er einnig í svo kölluðum ‘viðbæti’ Grænlandslýsingar
ívars,56 og hefur a. m. k. þessi hluti viðbætisins verið kunnur á íslandi
um 1540.
Ólafur telur að höfundur Grænlands annála hlyti að hafa tekið
Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar upp í rit sitt, ef hann hefði þekkt
hana. Þó þyrfti það ekki endilega að vera. í Grænlands annálum er
safnað saman íslensku efni um Grænland eða efni sem til var á íslensk-
um bókum. Grænlandslýsing ívars er í dönskum búningi, hvað sem
kann að vera um upprunann, og þannig var líklegast að hún bærist til
íslands, eða þá í ensku prentgerðinni. Var síður ástæða til að höfundur
Grænlands annála færi að þýða Grænlandsefni úr dönsku eða ensku
til að taka upp í heimildasafn sitt, enda gat verið að sá hinn sami hefði
aðgang að lýsingu ívars annars staðar.
í AM 331 4to er Norriges . . . Bescriffuelse eftir Peder Claussþn í
íslenskri þýðingu. Þýðingin er gerð eftir útgáfunni 1632. Þessa þýðingu
hefur Bjöm á Skarðsá þekkt, því að kaflar úr henni eru með hendi
hans í AM 258b 8vo VI. Þar er klausan um Fjörðinn öllum lengra í
Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar þýdd á íslensku á þessa leið:
55 íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 434.
56 GHM m, bls. 490.
Gripla IV 16