Gripla - 01.01.1980, Page 247
242
GRIPLA
‘Austur betur liggur eim fiordur heiter Aullum Leingre, hann (sem
258b) er mior yst vm munnann (munninn 258b), enn slær j sundur þa
Jnn a kiemur, Hann er so langur, ad einginn veit enn nu hvar ending
er a þeim firdi, j honum er eingin straumur, enn fullur med smaholma,
þar em og fuglar og Egg, þar er sliettlendi badum meigin, og þar
sprettur so hatt gras, ad þad siest eckj annarstadar meira eda Jafn
mikid.’ (AM 331 4to, bl. 69v-70r. AM 258b 8vo VI, bl. lOv-llr.) í
Grænlands annálum segir um Fjörðinn öllum lengra: ‘Hans minni var
saman lukt að sjá fyrir utan, sem heilt land með háfum björgum, en
opnar sig fyrir alkunnugum ein leynigjá djúp, svo þar má í gegnum
sigla; en síðan er allvíður sjór og vel byggilegt land og mikið.’ (50.
18-21.) Svipað er lýst í Grænlands annálum rétt á eftir firðinum
sem Jón Grænlending bar að, og er sýnilega um sama fjörð að ræða;
um hann segir í annálunum á þessa leið: ‘Eitt sinn er þá dreif til Græn-
lands keyrði skipið undir hamra og hábjörg upp, svo þeir þenktu að
steita mundi. En þar opnaði sig gjá í gegnum. Sem þeir kvomu þar inn
var flóinn svo víður og breiður, að þeir sáu með öngvu móti hvar
endinn mundi á vera, og stóðu þar um þann flóa eður fjörð allmargar
eyjar. Þar náði enginn stormur inn eður vogsjóar.’ (50.23-51.4.)
Líkingar í Grænlands annálum við lýsingu ívars virðast mér öllu
meiri en svo, að staðhæft verði að ekkert samband sé á milli, annað en
grænlenskar þjóðsögur. Jafnframt því vaknar upp sú spurning, hvort
Grænlands annál í endanlegri gerð Björns á Skarðsá kynnu að vera
yngri en 1632, og hefði nafnið á Firðinum öllum lengra komist þar inn
úr íslenskri þýðingu á Clausspn. Getur engu að síður meginstofninn
í annálunum verið eldri. Hitt kemur ekki síður til greina að Græn-
landslýsing Ivars hafi haft hér áhrif fyrr, og þá jafnvel á munnmæla-
sögnina um Jón Grænlending, sem skrásett er í annálunum.
Á bls. 258-9 er prentaður stuttur kafli úr AM 779b 4to, samtínings-
handriti með hendi séra Ketils Jörundarsonar; fyrirsögn: ‘NB. Úr
Lucidario’; orðamunur tekinn eftir Br. Mus. Add. 4889. Kaflinn er í
fleiri handritum, og hefði hér einnig mátt nota AM 568 4to, með hendi
að því er virðist frá því um eða upp úr miðri 17. öld. Texta svipar til
779b, og eru þó frávik.
Þessi kafli hyggur Ólafur að sé ættaður úr ‘vorri gömlu landabók’,
sem er vitnað til í Grænlands annálum. Jafnframt telur Ólafur líklegt
að þáttur af Halli geit sé kominn úr þessari sömu heimild, sem þó er
varla jafnvíst. Á bls. 259 prentar Ólafur ‘ræfil’ af þessum þætti, sem