Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 248
UM GRÆNLANDSRIT
243
hann nefnir svo, eftir 779b, og hefur honum ekki verið kunnugt um
hann í öðrum handritum. Þessi ‘ræfill’ er þó líka í AM 568 4to, í beinu
framhaldi af landfræðikaflanum, en er greindur frá með auknu orðabili
og lítið eitt veglegri upphafsstaf en annars er í skriftinni. Textinn í
568 er ívið líkari Grænlands annálum en sá texti sem Ólafur hefur
prentað eftir 779b.
I Grænlands annálum vekur einna mesta athygli annars vegar efni
sem rakið er til glataðra rita og hins vegar munnmæli ýmis konar, sem
heita á máli Ólafs munnlegar heimildir og munnlegur sagnafróðleikur.
Ólafur rekur þetta efni atriði fyrir atriði, og á það sjálfsagt eftir að
koma mörgum að gagni síðar. Hér skiptir máli að textinn hefur verið
skorðaður og fyrsta yfirlitskönnun gerð.
Helst kynni að mega finna að því þegar Ólafur sparar sér að vísa
til rita, sem eru jafngömul Grænlands annálum eða litlu yngri og
geyma sömu sögu. Þannig er um hrakningasögu Ögmundar biskups.
Kveikjan að sögunni eru, eins og Ólafur réttilega segir, sjóhrakningar
sem Ögmundur lenti í sumarið 1522 á leið til íslands frá Noregi; komu
þeir þá inn í Grænlandsísa og lágu þar svo undir landinu fjögur dægur
í stilliveðri. Þessi ferðalýsing hefur verið í bréfabók Ögmundar biskups.
Ólafur vísar ennfremur í Qualiscunque descriptio Islandiae, en ekki til
annarra rita. (272-3.) Hefði mátt benda á Kvœði um Ögmund biskup,
sem talið er ort 1539 eða 1540, og eru þar sex erindi um sjóferð
Ögmundar 1522, sem sýnir að hún hefur vakið mikla athygli.57 Einkum
hefði mér þó þótt eiga við að vitna í Skarðsárannál, þar sem Bjöm á
Skarðsá segir við árið 1534: ‘Biskup Ögmundur sigldi út eptir viðum
og til annara erindagerða. Dreif hann stormur í hingaðsiglingu frá
íslandi vestur í haf undir Grænland og norður með landinu. Þá þóttist
hann og nokkrir menn kenna Herjólfsnes á Grænlandi. Það var síð
dags, og vora þeir svo nærri, að sáu fólk við stekki og lambfé. Fengu
þaðan góðan byr og hagstæðan, köstuðu atkeri á Patreksfirði um morg-
uninn eptir um mjaltatíma.’58 Líkingin við sögnina, eins og hún er sögð
í Grænlands annálum, 51.18-25, er svo mikil bæði um efnisatriði og
orðalag, að varla verður hjá því komist að gera ráð fyrir ritsambandi
milli þeirra og Skarðsárannáls í þessu atriði.
í munnmælaefni Grænlands annála verða fyrir sagnaminni, eins og
að líkum lætur, og kæmi það enn skýrar í ljós ef fjallað væri um fleiri
57 Biskupa sögw II, 1878, bls. 307.
58 Annálar 1400-1800 I, bls. 94-5.