Gripla - 01.01.1980, Qupperneq 250
UM GRÆNLANDSRIT
245
borgarmanna hafi hrakið til Grænlands 1537 og að nýju 1539, og
var skipið í síðara skipti örskammt undan landi, svo að draga hefði
mátt í land með byssuskoti, en stormur hindraði landtöku og óveður;
eftir þetta var skip sent frá Hamborg vorið 1542 að leita Grænlands;
skipstjórinn Gert Mestemaker fann landið, en varð ekki var við neitt
fólk.60 Þessar ferðir Hamborgara hafa verið settar í samband við sögnina
um Jón Grænlending.61 Ólafur getur þeirra ekki, og hefur honum sjálf-
sagt þótt sem rétt er að íslandsför Hamborgara kunni að hafa hrakið
oftar til Grænlands, þótt ekki sé nefnt í annálum. Þessi þrjú Ham-
borgaraskip hafa þó þann kost að við vitum að þau voru til og sigldu
eða hrakti til Grænlands á nokkum veginn réttum tíma.
Ion Grönlandt er nefndur í fógetareikningum 1550, útróðrarmaður
á Seltjamamesi,62 og vísa ég því til Ólafs hvort þar geti verið kominn
Jón Grænlendingur Grænlands annála.
Síðast fjallar Ólafur um aldur Grænlands annála og höfund, og er
þar litlu að bæta við það sem áður var sagt. E. t. v. hefði hér verið
ómaksins vert að gera skipulega grein fyrir mismunandi skoðunum
manna á aldri annálanna. Ég tek Þormóð Torfason (1636-1719) sem
dæmi. í Gronlandia antiqva, bls. 6-7, segir Þormóður sögu Klemensar
á Látmm í Aðalvík eftir Grænlands annálum. Hann tekur það eftir
annálunum að Klemens hafi verið uppi fyrir 50 árum, en bætir sjálfur
við: ‘circiter, ut colligo, annum MDLXXX’. Þetta væri eðlilegt að skilja
svo að Þormóður hefði talið Grænlands annál sett saman um 1630.
Og ekki hefur hann það frá Þórði Þorlákssyni, ef rétt er að hann hafi
talið þau samin 1643.
Á bls. 287—88 er vikið að merku atriði, sem er samanburður á stíl
á ritum Jóns lærða og framsömdum köflum í Grænlands annálum, og
hefði verið fengur að fá því gerð nánari skil.
Nafnaskrá við bókina hefur reynst mér traust og einnig handritaskrá,
sem er mikils virði. Varla er tiltökumál, þótt fyrir komi að vanti blað-
síðutölu við nafn, svo sem 52 við Landabók og 224 við Lyschander.
60 Hamburgische Chroniken in niedersachsischer Sprache, herausgegeben von
J. M. Lappenberg, 1861, bls. 136-7, 169 og 187. Hubert Seelow þakka ég útvegun
ljósrita.
61 L. Brinner, Hansische Geschichtsblatter, 1912, II, bls. 356. Sbr. Louis Bobé,
MoG 54, 1925, bls. 427-8, og MoG 55.1, bls. 6. Sjá einnig Björn Þorsteinsson,
Saga V, 1965, bls. 18.
82 íslenzkt fornbréfasafn XII, 1923-32, bls. 184.