Gripla - 01.01.1980, Side 252
JÓN SAMSONARSON
ÚR GRÆNLENDINGA RÍMUM
í AM 77Oc 4to {}, bl. 11, skýrir Árni Magnússon frá Grœnlendinga
rímum sem ort hafi Jón Guðmundsson í Rauðseyjum á Breiðafirði. Að
sögn Árna voru fyrstu tvær rímumar um sigling Martins Frobishers til
Grænlands, en alls töldust rímumar hafa verið sex eða átta. (Sjá hér
á undan, bls. 232.) Af orðalagi má ráða að rímumar vora Árna ekki
tiltækar, og hefur hann að einhverju leyti stuðst við sögn annarra.
Jafnvel kynni að mega leggja það í orð Árna að hann hafi talið óvíst
að rímumar væra lengur til. Á hinn bóginn er erfitt að rengja það að
Jón í Rauðseyjum hafi ort rímur um grænlensk efni, og er ólíklegt að
fólk á uppvaxtaráram Áma vestur í Hvammi í Hvammssveit hafi ekki
farið nærri um það hverjar rímur lágu eftir Jón í Rauðseyjum, sem var
á sínum tíma eitt helsta skáld þar fyrir vestan. Ekki eru samt Græn-
lendinga rímur taldar með öðram rímum Jóns í rímnaskrám, svo að
kunnugt sé, og bendir það til þess að þær hafi lengi verið fágætar. Þó
era líkur til þess að brot úr Grænlendinga rímum hafi varðveist í safni
Áma Magnússonar.
AM 152 8vo er handrit sem hefur að geyma kvæði, sálma og rímur,
trúlega skrifað á síðari hluta 17. aldar, og er illa farið. Víða vantar í,
og sumt er í brotum. Meðal nafna sem fyrir koma í handritinu er
Hildibrandur Jónsson, og er hann sonarsonur Jóns Guðmundssonar í
Rauðseyjum að því er Páll Eggert Ólason telur (Menn og menntir IV,
1926, bls. 700). Hildibrandur bjó í Rauðseyjum, sagður 49 ára í Mann-
tali 1703 (bls. 153). í fjórða hluta handritsins, eins og því hefur verið
raðað saman, era rímnabrot, og eru þau talin upp í skrá Kálunds um
handrit í Árnasafni (II, bls. 418), að því fráskildu að láðst hefur að
geta þar um rímnabrot sem er á bl. 53 og 54. Á spássíu neðan við texta
á bl. 53r stendur með hendi Jóns Sigurðssonar forseta: “Frobishers
rímur. 1. ríma.” Sama heiti rímnanna er með hendi Jóns á blaði sem
legið hefur utan um rímnabrotin. í brotinu sem hefst efst á bl. 53r er
sagt frá siglingu Martins Frobishers um Norðurhöf 1577, og hafa rím-