Gripla - 01.01.1980, Page 253
248
GRIPLA
urnar verið nefndar eftir því Frobishers rímur, en óvíst er að þetta
nafn sé eldra en frá dögum Jóns Sigurðssonar. Miklu sennilegra er að
rímnabrotið sé úr upphafi Grœniendinga rimna, sem Árni Magnússon
segir frá, eftir Jón Guðmundsson í Rauðseyjum. Til þess bendir einnig
uppruni handritsins.
í JS 403 4to, bls. 602, hefur Jón Sigurðsson skrifað upphaf rímna-
brotsins og niðurlag eftir 152, og lætur hann þess getið að ef til vill
vanti nokkuð af upphafi rímunnar. Það er þó eins og fram kemur af
orðum Jóns óvíst.
Eftir lýsingu Jóns í 403 er farið í Rímnatali I, bls. 155, þar sem
rímnanna er getið undir nafninu Frobisher.
Efni Grænlendinga rímna er komið úr Grænlandskroníku Lyschan-
ders, sem var prentuð í Kaupmannahöfn 1608. Enskar lýsingar á
ferðum Martins Frobishers, sem prentaðar eru í The Principal Naviga-
tions Voyages Traffiques and Discoveries . . . By Richard Hakluvt, VII,
1904, bls. 204-375, eru ólíkari rímunum að efni en danska rímkron-
íkan, eftir því sem samanburði verður komið við. Ekki fer þó frásögn
Lyschanders og efni rímnabrotsins saman að öllu leyti, og hefur höf-
undur rímnanna sýnilega stuðst við nokkuð stytta og frjálslega íslenska
lausamálsþýðingu af dönsku kroníkunni. Rímnahöfundur hefur þó
einnig hagrætt efninu og fært í stílinn, losað sig við málalengingar sem
síður hentuðu í rímnafrásögn, en aukið annað.
Til glöggvunar á afstöðu rímunnar til danska kvæðisins og þýðingar-
innar íslensku er hér tekinn upp kafli sem svarar til síðasta hluta
rímnabrotsins. Danski kaflinn er úr útgáfu rímkroníkunnar 1608, bl.
Mij-Miij, en íslenska þýðingin er tekin eftir AM 568 4to 22 bl. 15r,
12. kap. annarrar bókar. Handritið er skert á jöðrum, og er textinn hér
fylltur eftir AM 779b 4to bl. 23v-24r. Þessi þýðing er einnig í AM 779a
4to og AM 779c 4to IV og V, en samband handrita hefur ekki verið
kannað. (Sjá skrá Kálunds um handrit í Árnasafni II, bls. 199-200.)
Önnur þýðing íslensk er í AM 779c 4to, eignuð Jóni Ólafssyni Indía-
fara, og einnig í Lbs. 150 4to.
Kaflinn úr danska kvæðinu er á þessa leið:
Der kom paa Klippen saa vildde Mend/
Som alldrig nogen tilforn haffde kend/
De brugte saa vndderlig fore.
De nicked oc bucked met anddet slig Spill/