Gripla - 01.01.1980, Page 255
250
GRIPLA
Texti íslensku þýðingarinnar er þannig:
[Þá hlupu framm á big]rgenn menn ad skipenu, enn hófdu þo ej skiliannligtt
M[ál, helldur bendtu t]il sem þeir villdu koma þeim J land, hófudsmadurinn lagde
firer [þa af sijnu] gottse, kramvóru, knijfa speigla og annad slijktt sem h[ann
meijntte þeim þarfligtt, teijknnadj þeim og benttj til sijn ad koma, enn þeir [voru]
athugasamer og adhuguler, huad sem menn ad þeim riettu, benttu [þeir ad] menn
skilldu a Jórd Nijdur leggia, og þad þa gijrnttj toku þeir og lógdu suo N[o]ckud
Nærrj læge apttur j stadinn, enn eckj villdu þeir Nærrj ganga, flijdu sijdann j burtt,
og komu Apttur storum flockum samann, med bogum og slóngum og giordu so
mikid ahlaup sem gatu, enn hijner toku þa til sinna varnna og er þeir fornumu
bissur og suerd, enn voru Naktter og litt til buner, firer þui fludu þeir til fialla og
sinna fijlsnna. þesse Marteijrnn sa og gaumgiæfde vijda huad þar til landsnijtia
være og fann vmm sijder bædj gull og silfur malmm, þetta þocknadist honum vel
og for so til skips og kunngiordj þesse tijdinde ...
í rímunni er herbúnaði öllum lýst nákvæmar en gert er í kroníkunni
og teygt úr bardagalýsingu. Siglingunni er gerð góð skil og rækilega
sagt frá sjóhrakningum. Aðdragandinn um meykónginn á Englandi og
skipasmíðina er aukinn frá því sem var í danska kvæðinu og þýðingunni
íslensku, og allt er gert sögulegra en efni stóðu til. Frobisher er lýst
sem vopnglöðum bardagamanni. Kenningar eru í samræmi við þetta,
og setur það svip á rímuna, sem fær nokkurt yfirbragð riddarasögu,
þótt efni sé tekið að heita má úr samtímanum. í Grænlendinga rímum
hefur verið nýstárlegt efnisval, og eru þær að þessu leyti sambærilegar
við Skotlands rímur séra Einars Guðmundssonar frá Stað á Reykjanesi,
en efnistökin eru gamalkunn. Athyglisvert er hvemig rímnaskáldið fellir
nýtt söguefni að gamalli skáldskaparhefð.
AM 152 8vo
IV bl. 53-54:
1 Sneckiann oms i snegdu bil
þo sneidd sie s[om]a
duals er komenn a drafnar hil
med druckinn [oma].
2 Þatturinn bidi mid(i)ungs mior
hia *menia *gierdum
vm grennlending(a) boluers bior
nv blanda verdum.
3 Marteirn hiet sa stijfdi sterkur
stiriar felldi
53r
1.1 snegdu] skr. snegdu.
2.2 menia] skr. meinia. gierdum] g>redum hndr.