Gripla - 01.01.1980, Page 261
256
GRIPLA
bunir ad vekia branda storm
af bissum hleipa.
47 Virdar landz þegar vopnnenn sia
og varner hardar
fludu burttu fliott sem ma
j filsni ijardar.
48 Marteim giætti morgu ad
hinn menta bradi
reikar sijdann geims fra glad
a græna ladj.
49 Fann þar vijda fofnners vll
j fiollum inni
for til skips med goss og gull
og gladværtt sinni.
50 Ijtum sijnum alltt ried tia
vm oltun sanna
47.1 vopnnenn] op leiðrétt, upphaflega skr. ax-band á eftir v-inu.
Stórir stafir eru settir í útgáfu í upphafi vísna, merkjum er sleppt á milli vísuorða
og erindi eru tölusett, sem ekki er í handriti.
í inngangi rímunnar leikur skáldið með söguna um dvergamjöðinn, sem algengt
var að fornu og nýju. (BKÞRímur, bls. 211 og 281-2. Einnig Rit Rímnafélagsins
I, bls. 265.) í kenningunni snekkjan Óms á trúlega að taka Óms sem hliðarmynd
við Óma, eignarfall af Ómi, sem er gamalt Oðinsheiti. Önnur dæmi um þessa
orðmynd eru m. a. Óms eldur um sverð (Olgeirs rímur XVIII.69) og Óms flœði
(“Oft eg hrindi Fjalars fornu ferju hrói / ört í skyndi Oms á flæði, / ef yrpu
vindur lénast næði.” Rímnatal I, bls. 122). Annar kostur er að lesa snekkjan óms,
og væri kenningin þá hugsuð líkt og orða skip (“Það skal upphaf óðar míns / orða
skips í stafni.” Reinalds rímur III.6. BKÞRímur, bls. 201), mœrðar bátur (“Dreingir
vilja Durnis mát / af dreggjum at fylla mærðar bát.” Konráðs rímur VII.3. “Ma
eg ei ferma mærdar bat. af mælsku gædum.” Vilmundar rímur viðutan V.2),
nökkvinn Ijóða (Pontus rímur XXVII. 1) eða Ijóða dugga í Egils rímum Skalla-
grímssonar eftir Jón Guðmundsson í Rauðseyjum (Stefán Karlsson, Gömul hljóð-
dvöl í ungum rímum. íslenzk tunga V, bls. 16). Heldur er til lýta samhljómurinn
við rímorðin s[ont\a — [oma], sem eru að visu að mestu leyti tilgáta! Betur færi
snekkjan *óðs, en fram hjá orðinu oms verður ekki komist. Þannig stendur greini-
lega í handritinu.
Orðið snegða kemur fyrir í fornum rímum og er skýrt sem öxi í Rímnaorðabók
Finns Jónssonar. Samkvæmt því er snegðu bylur orustukenning, sem ekki á alls
kostar vel við hér. I Ormsbók Snorra-Eddu er snegða talið með lastheitum um