Gripla - 01.01.1980, Page 263
258
GRIPLA
lætur byggja fyrir hann eru sett stáli ofan í sjómál til varnar. Kenningar eru um
orustu, vopn og verjur að fornum hætti:
Orusta: mábna safn (5.2), branda stormur (46.3).
Vopn: brynju tröll (44.4), hrœvar ormur (46.1).
Brynja: styrjar feldur (3.2), Bölvers klœði (14.2), styrjar pláta (45.2); pláta eitt
sér gat merkt brynja (Rímnaorðabók Finns Jónssonar, bls. 289).
Hjálmur: Hildar sveipar (46.2).
Skjöldur heitir: rönd (7.3).
Einnig eru í rímunni nokkrar mannkenningar:
Karl: vopna Ullur (9.3), þorna lundur (10.2), laufa lundur (32.1), skjóma bendir
(36.4), þundur spanga (39.4). Oftar eru notuð skáldleg heiti: bragnar (37.4), garpur
(30.1, 42.4, 44.2), höldur (20.3), kappi (37.1), lýðir (31.3, 34.1), rekkur (4.4),
seggur (34.3, 41.1), sveit (35.3), virðar (23.1, 40.3, 47.1), ýtar (15.1, 17.1, 27.2,
38.2, 50.1), þegn (11.4, 25.1), þjóðir (18.4).
Kona: menja Gerður (2.2), hlaðgrund (4.1).
Aðrar kenningar eru fáar. Gull er kennt sauðungs rómur (9.2) og Fofnirs ull
(49.1) . Sauðungur er gamalt jötunheiti í rímum (Rímnaorðabók Finns Jónssonar,
bls. 310), en Fofnir (eða Fófnir) er drekinn Fáfnir. Augu eru geislar brúna (30.2).
Þrauta 'una (25.2) um sjóhrakningana er kenning sambærileg t. d. við kenninguna
sútar íma í gömlum rímum (Mágus rímur V.46). Sérkennileg er kenningin ignirs
(eða ígnirs) hlýri (28.4), sem virðist höfð um vindinn. Hér ætti kenniorðið líklega
að merkja eldur, sbr. í fornum rímum bróðir loga (BKÞRímur, bls. 113), og er
spurning hvort þar er ekki á ferðum latneska orðið ignis í íslenskri mynd.
Skáldleg heiti önnur en þau sem hafa verið nefnd eru benjar (7.4) um sár, kári
(16.1) um storminn sem er persónugerður í vísunni, gríma (25.4) um nóttina,
hauður (4.2, 33.2) og láð (48.4) um land.
Af öðrum einstökum orðum skulu einungis nefnd: Hýra (4.4), gera hýran,
hýrga, gleðja; sbr. í Fjölmóði Jóns Guðmundssonar lærða: “Hafða eg skipmenn /
hýrt velflesta.” (Safn V.3, bls. 71, 287. er.) Bússa (13.1), skip; m. a. í gömlum
rímum. (Rímnaorðabók Finns Jónssonar, bls. 50.) Ætt (17.2) haft um átt, sem var
algengt í fornu máli. Glýja (20.2, 22.3, 30.3) er m. a. þekkt úr veðurfarsmáli og
er skýrt í Orðabók Menningarsjóðs sem daufur þerrir, (þokujslœða (bls. 192), en
einnig virðist mega nota orðið í skáldskap um sjó eða sjávardrif, og er talið að
það sé afbökun úr fornu sjávarheiti glýjuðr; t. d. í Sveins rímum Múkssonar,
XVII.6: “Lögð er glýja öldu ormi undir fótinn;” (Rit Rímnafélagsins I, bls. 180;
sbr. einnig bls. 288). Annað dæmi er í kvæði sem eignað er Hallgrími Péturssyni:
“Glýjan reis grá hart, / gnap þá stormur hrylti, / öldu geys grimt margt / glæstum
reiða spilti;” (Sálmar og kvæði II, 1890, bls. 363). Gáningur (41.1) er haft í rím-
unni um það sem maður vill eða kýs sér til handa. I þeirri merkingu er orðið m. a.
í Ósvalds sögu (í Reykjahólabók I, Ed. Arnam. A 15, bls. 82.8). Orðið er líka í
Þorláksbiblíu, 1644, Sam. II, 21.4: “og ecke helldr er vor gaaningr ad nockur Madr
sie drepenn af Jsrael.” I Guðbrandsbiblíu var þetta: “og ecke helldr vilium vier
ad nockur Madr sie drepinn af Jsrael.” (Dæmi úr Orðabók Háskólans. Sbr. einnig
íslenzkt fornbréfasafn XI, bls. 519, og XII, bls. 307.) Gerla er skr. gella (26.1),
fylgdu er skr. og rímað filldu (26.4).