Gripla - 01.01.1980, Page 288
MAGNÚS PÉTURSSON
ÁHRIF LOKHLJÓÐA Á HLJÓÐRÓF
ÍSLENZKRA SÉRHLJÓÐA
Það heyrir nú orðið til almennrar þekkingar málfræðinga að vita, að
sérhljóð eru eðlisfræðilega séð mynduð af formendum. Ennfremur er
það almennt þekkt, að það eru einkum tveir lægstu formendumir
(skammstafaðir Fi og Fa), sem em mikilvægir til að skynja ákveðið
sérhljóð. Þriðji formandi F3 er einnig mikilvægur og þá sér í lagi fyrir
frammælt sérhljóð. Tala formenda er hins vegar ekki takmörkuð. Við
góð upptökuskilyrði er vel hugsanlegt að finna sjö til átta formendur
hjá sérhljóðum, en efri formendurnir em sem næst óhreyfanlegir og
nánast á sama stað hjá ýmsum einstaklingum. Um hlutverk þeirra í
skynjun og hljómi sérhljóðanna er að heita má ekkert vitað, en uppi
em getgátur um það, að þeir séu á einhvern hátt tengdir persónuein-
kennum raddarinnar. Um það er þó ekkert vitað með vissu.
Eðlisfræðilega séð eru formendurnir sveifla loftsúlunnar í hljómhol-
unum ofan raddbandanna (Ungeheuer 1962). Fyrsti formandi, sem
hefur lægsta tíðni allra formenda, svarar til sveiflu allrar loftsúlunnar,
en annar formandi svarar til þess, að loftsúlunni hafi verið skipt í
tvennt og hver hluti hennar sveiflist út af fyrir sig. Á sama hátt skiptist
loftsúlan í þrjá hluta fyrir þriðja formanda, fjóra fyrir þann fjórða
o. s. frv. Þannig gætu formendur í rauninni verið óendanlega margir,
þótt í reynd séu það aðeins tveir til þrír fyrstu formendurnir, sem skipta
verulegu máli. Einnig verður fyllilega skiljanlegt í ljósi þessa, að form-
endur verði því óhreyfanlegri sem ofar dregur í tíðniskalanum. Það em
einkum fyrsti og annar formandi, sem eru hreyfanlegir. Sá þriðji hreyfist
mun minna og efri formendurnir hreyfast mjög lítið. Myndun sérhljóða
er nú fólgin í því að beita tungu- og varahreyfingum til að hreyfa og
breyta stöðu þrýstihnútanna, sem myndast við sveiflu loftsúlunnar og
breyta þannig hlutfallinu innbyrðis milli fyrsta og annars formanda.
Hvemig þetta fer fram við myndun íslenzku sérhljóðanna, hef ég lýst í
grein, sem birtist árið 1974 (M. Pétursson 1974b).
Formendur hljóðsins mynda hljóðróf viðkomandi hljóðs. Þeir hljóma