Gripla - 01.01.1980, Page 289
284
GRIPLA
ætíð samtímis og það er ólík innbyrðis afstaða þeirra, sem gerir það að
verkum, að við skynjum ólík hljóð.
Til þess að skrá hljóðróf málhljóða er notað tæki, sem nefna má
hljóðrófsríta á íslenzku. Þetta tæki var fundið upp í síðasta stríði og
hefur síðan verið eitt mikilvægasta rannsóknartæki hljóðfræðinnar. Ná-
kvæma lýsingu þess og notagildis þess er að finna í grein Koenig et
al. (1946) og er því ekki ástæða til að lýsa hér nánari tæknilegum
atriðum.
HLJÓÐRÓF ÍSLENZKRA SÉRHLJÓÐA
Eftir að rannsóknir í íslenzkri hljóðfræði höfðu legið niðri að heita má
í aldarfjórðung eða allt frá því, að rit Sveins Bergsveinssonar (1941)
kom út, þar til rannsóknir undirritaðs hófust árið 1967 (M. Pétursson
1978a), hafa rannsóknir í íslenzkri hljóðfræði tekið mikinn fjörkipp á
síðustu árum. Síðan 1974 hafa birzt fleiri bækur um nútíma íslenzka
hljóðfræði en í allri sögu rannsókna íslenzks máls til þess tíma (M.
Pétursson 1974a, c; 1976; 1978b; Garnes 1976). Vonandi er, að ekki
verði stöðnun á þessum rannsóknum strax, því að efnið er nánast ótæm-
andi, ef rétt er á málum haldið og vandamálin gaumgæfilega athuguð.
í ljósi rannsókna þeirra, sem undirritaður hefur gert, má telja, að
myndun íslenzkra málhljóða sé nú sæmilega þekkt, enda þótt aldrei sé
það svo, að ekki megi rannsaka frekar ýmis atriði. Rannsókn á hljóð-
lengd hófst með doktorsriti Stefáns Einarssonar (1927) og hefur verið
haldið áfram með miklum myndarbrag af Söru Garnes (1976). Það
hlaut einnig að koma að því, að hljóðróf íslenzkra sérhljóða yrði rann-
sóknarefni. Raunar var íslenzka eitt af fyrstu tungumálum, sem hljóðróf
voru birt af (Potter et al. 1947, bls. 360-361), en um raunverulega
rannsókn var samt ekki að ræða að sinni.
í riti undirritaðs (M. Pétursson 1974c, passim) birtist yfirlit yfir
hljóðróf íslenzkra sérhljóða. Er það birt hér í töflu 1, sem gefur til
kynna meðaltal hjá sjö einstaklingum, en í mjög takmörkuðu rann-
sóknarefni.
Tafla 1. Meðalgildi formenda langra og stuttra sérhljóða í íslenzku samkvæmt
rannsóknum undirritaðs (meðaltal frá sjö einstaklingum).