Gripla - 01.01.1980, Page 291
286
Tafla 2. (framhald)
GRIPLA
Sérhljóð Fi Fo f3 Fjöldi dæma
[0] 600 1250 2290 105
ú [u:] 280 620 210
[u] 320 735 100
0 [0:] 545 805 1935 200
[0] 660 980 2195 95
a [a:] 815 1235 2380 225
[a] 760 1265 2370 100
Svo sem sjá má af þessum tveim töflum er talsverSur munur á niður-
stöðum beggja höfunda. Slíkt er eðlilegt, því að bæði eru dæmin mis-
jafnlega mörg og hver einstaklingur hefur sína formendatíðni. Mis-
munur milli einstaklinga kemur því ætíð fram í sérhverri rannsókn, en
hann skiptir ekki höfuðmáli, heldur það, að hlutföll milli einstakra
sérhljóða séu þau sömu. Það er tilfellið með báðar þessar rannsóknir
eins og fram kemur í töflum 1 og 2. Þannig má sjá, að stutt sérhljóð
hafa hærri Fi og lægri F2 en samsvarandi löng sérhljóð. Þetta er í sam-
ræmi við þá staðreynd, að stutt sérhljóð myndast í íslenzku nær miðju
munnholsins og eru opnari en samsvarandi löng sérhljóð. Aðeins a
getur myndað hér undantekningu eins og fram kemur í ofangreindum
töflum.
NÚVERANDI RANNSÓKN:
MARKMIÐ, EFNI OG HLJÓÐHAFAR
Af framansögðu er ljóst, að hljóðróf íslenzkra sérhljóða er ekki algjör-
lega óþekkt stærð. Það má ganga að því vísu, að það, sem þekkt er um
formendur íslenzku sérhljóðanna, gildi í stórum dráttum fyrir íslenzkt
mál almennt. Sérhver ný rannsókn mun þó koma með niðurstöður, sem
verða nákvæmari varðandi ákveðið atriði, en hlutföllin milli einstakra
sérhljóða munu sennilega ekki breytast og þá í hæsta lagi aðeins mjög
óverulega. Þótt þannig megi telja, að aðalatriði hljóðrófs sérhljóðanna
séu þekkt, er samt eftir að rannsaka ýmis smærri atriði. Eitt er tekið til
meðferðar í þessari grein, en það er áhrif samhljóða á formendatíðni
undanfarandi sérhljóðs.
Efniviður þessarar rannsóknar er gerviorð, þ. e. orð samræmd að
gerð, sem hafa sömu byggingu og íslenzk orð gætu haft, ef viðkomandi