Gripla - 01.01.1980, Síða 292
ÁHRIF LOKHLJÓÐA Á HLJÓÐRÓF ÍSL. SÉRHLJÓÐA 287
orð kæmu fyrir í málinu. Valin var gerðin /V:CV/ (langt sérhljóð og
stutt samhljóð) og /VC:V/ (stutt sérhljóð og langt samhljóð); C stendur
fyrir lokhljóðin [p t k] (stafsetning -p-, -t-, -k-) og C: fyrir samsvarandi
löng hljóð [p: t: k:] (stafsetning -bb-, -dd-, -gg-). Ákveðið var að hafa
gómmæltu lokhljóðin [c c:] ekki með í þessari athugun að sinni. Sér-
hljóðin voru hin átta sérhljóð íslenzks nútímamáls [i i e y ö u o a],
þ. e. sérhljóðin að undanskildum tvíhljóðunum. Sérhvert sérhljóð kom
bæði fyrir langt og stutt í áherzluatkvæði (þ. e. fyrsta atkvæði) og
áherzlulaust í bakstöðu. Það skapaði nokkur vandamál við upptökuna,
því að [e o ö] koma ekki fyrir áherzlulaus í lok orðs í nútíma íslenzku.
Hljóðhafamir höfðu því nokkra tilhneigingu til að færa áherzluna yfir
á lokaatkvæðið, þegar þessi sérhljóð stóðu í bakstöðu. Af þessari ástæðu
varð að endurtaka lestur nokkurra gerviorða til að fá áherzluna alltaf
á fyrsta atkvæði. Alls eru gerviorðin, sem lesin vom, 276 að tölu. Mörg
þessara orða em hins vegar til sem raunveruleg orð í málinu, t. d. aka,
ýta, apa, api o. fl., enda sögðu hljóðhafa eftir á, þegar lestri alls listans
var lokið, að þetta væri alls ekki svo framandi efni.
Listinn var lesinn af fjómm hljóðhöfum í upptökuherbergi hljóð-
fræðistofnunar Háskólans í Hamborg í júlímánuði 1975. Hljóðhafarnir
eru eftirfarandi:
1. Fyrsti hljóðhafi er höfundur þessarar greinar, fæddur í Reykjavík
14. sept. 1940.
2. Annar hljóðhafi er Ólafur Pétursson efnaverkfræðingur, fæddur í
Reykjavík 20. maí 1943. Hann hafði búið á Akureyri um tveggja
ára skeið, áður en upptakan fór fram, en framburður hans er hreinn
sunnlenzkur framburður, enda þótt hann geti einnig náð norðlenzka
framburðinum prýðilega vel (sbr. M. Pétursson 1978c, bls. 175).
3. Þriðji hljóðhafi er Sigurður H. Pétursson dýralæknir í Austur-Húna-
vatnssýslu, fæddur 16. marz 1946 í Reykjavík.
4. Fjórði hljóðhafi er Kristín Marteinsdóttir fædd 24. júní 1956 í
Austur-Húnavatnssýslu.
Allir hljóðhafar hafa hreinan sunnlenzkan framburð eða linmæli eins og
hann er stundum nefndur, þótt varla sé það réttnefni, og að höfundi
þessarar greinar undanskildum vissi enginn þeirra, hvert markmiðið
með rannsókninni var.
Hljóðlengd sérhljóða og samhljóða gerviorðanna í þessum lista hefur
þegar verið athuguð og niðurstöðurnar birtar (M. Pétursson 1978c).