Gripla - 01.01.1980, Side 295
290 GRIPLA
[u:] 250 763 /t/ [u] 268 798 2300 /t:/
[0:] 296 846 2783 [0] 354 1004 2450
[y:] 287 1831 2641 [Y] 352 1791 2590
[ö:] 362 1658 2575 [ö] 554 1508 2593
Af töflum 3 og 4 má lesa margvíslegar upplýsingar um myndun ís-
lenzkra sérhljóða. Ef borin eru saman löng og stutt sérhljóð, má sjá,
að stuttu sérhljóðin hafa yfirleitt hærri Fi og lægri F2 en samsvarandi
löng sérhljóð. Þetta atriði skýrist myndunarlega eins og ég hef lýst í
rannsókn minni frá 1974 (M. Pétursson 1974a, bls. 105-107, 215). Stutt
sérhljóð eru yfirleitt opnari og myndast nær miðju munnholsins en sam-
svarandi löng. Það leiðir til þess, að annar formandi F2, sem ákvarðast
fyrst og fremst af tunguhæð, er lægri fyrir stuttu sérhljóðin. Fyrsti
formandi Fi ákvarðast fyrst og fremst af kjálkaopnu eða fjarlægð milli
efri og neðri framtanna. Þar eð stutt sérhljóð eru yfirleitt borin fram
með meiri kjálkaopnu en löng sérhljóð, er fyrsti formandi yfirleitt lítið
eitt hærri fyrir stuttu sérhljóðin.
Ef tíðni formenda sama sérhljóðs (langs eða stutts) er borin saman
eftir því, hvaða samhljóð fylgir á eftir sérhljóðinu, kemur í Ijós, að
samhljóðið hefur áhrif á formendatíðni sérhljóðsins. Hér er ekki átt við
formendasveigingamar, en þær eru eins og vitað er (Delattre et al.
1955), háðar bæði eftir- og undanfarandi samhljóði. Hér er átt við þau
áhrif, sem eftirfarandi samhljóð hefur á hinn stöðuga hluta formandans.
Miðað við varalokhljóðin [p p:] hafa tannberghljóðin [t t:] yfirleitt þau
áhrif að hækka formendatíðnina. Sama er að segja um gómhljóðin
[k k:], enda þótt ekki sé alltaf auðvelt að túlka gögnin. Sömu áhrif má
einnig oft sjá á þriðja formanda F3, sem stendur hærra, ef eftirfarandi
samhljóð er [t] eða [k], heldur en ef það er [p]. Samt eru áhrifin á F3
óvissari og erfiðari að túlka en áhrifin á tvo fyrstu formenduma. Þetta
má sjá af línuritunum í myndum 1 og 2 svo og af töflum 3 og 4. Skýr-
ingu á þessum áhrifum samhljóðsins á undanfarandi sérhljóð má finna
í myndun samhljóðsins. Varahljóð era mynduð óháð tungustöðu, en
tannberghljóð og gómfilluhljóð eru mynduð með hærri tungustöðu, sem
hefur þau áhrif innan sérhljóðsins, að formendatíðni sérhljóðsins
hækkar.
Auk þeirra áhrifa, sem eftirfarandi samhljóð hefur á formendur
undanfarandi sérhljóðs, er einnig augljóst, að eftirfarandi sérhljóð hefur
j