Gripla - 01.01.1980, Page 303
298
GRIPLA
í annálum eru frá þessum tíma og endranær hermdir ýmsir atburðir
frá öðrum löndum, og varða sumir þeirra ísland eða eru hafðir til við-
miðunar íslenskum atburðum. Má þar fyrst nefna viðburði í ævi Har-
alds hárfagra: burðartíð hans, upphaf ríkis hans, einvald hans, skipting
ríkis með sonum hans, andlát. Artöl þessi eru nokkuð ósamhljóða í
annálum og mun ósamræmið vera sprottið af mismunandi útreikningum
byggðum á Islendingabók og/eða misritunum í handritum. Síðari mikil-
væg ártöl sem ísland varða í sögu Noregskonunga eru t. a. m. fall Ólafs
Tryggvasonar árið 1000 og fall Ólafs helga árið 1030.
Afmörkun ‘sögualdar’ við árið 1030 eða því nær, sem Barði Guð-
mundsson miðar við í ritgerð sinni, er auðvitað eins og hver önnur
mannasetning, enda teygjast sumar Islendingasögur fram yfir þessi
tímamörk. Þegar ætlunin er að bera saman annála og íslendingasögur
má spyrja hvort ekki séu í annálum einhver ártöl sem vert sé að gaum-
gæfa eftir 1031. í ljós kemur að svo muni ekki vera. Næstu ‘íslensku’
ártölin eru: TT .......... T , , . .
1034 Upphaf logsogu Þorkels. (III)
1054 Upphaf lögsögu Gellis.
1056 Vígsla ísleifs biskups.
Tvö fyrri ártölin eru vafalaust fundin samkvæmt íslendingabók Ara
eins og önnur lögsögumanna-ártöl, og þriðja ártalið má einnig reikna
eftir henni; en samkvæmt Hungurvöku (með lagfæringu) var ísleifur
vígður á hvítasunnudag árið 1056. Þá erum við komin út yfir tímaskeið
íslendingasagna og inn á svið samtímaheimilda. Yngri ártöl í annálum
varða ekki beinlínis viðfangsefni þessarar ritgerðar.
í fyrmefndri ritgerð sinni skiptir Barði Guðmundsson ártölum annála
í fjóra flokka: (1) Ártöl úr sögu föðurættar Þuríðar spöku (alls 13).
(2) ‘Ártöl . .. sem virðast vera byggð á tímasetningum arfsagna, sem
gengið hafa í ætt Gellis Þorkelssonar’ (7 ársetningar). (3) ‘14 ársetn-
ingar viðburða á söguöld, er ætla má, að eigi rót sína að rekja til sagna
frá Norður- og Austurlandi.’ (4) 13 tímasetningar ‘sem segja má um,
að frekar beri að telja til allsherjarsögu þjóðarinnar en sögu einstakra
ætta.’ Um þessi síðustu ártöl tekur Barði fram að öll nema þrjú þau
fyrstu séu ‘nákvæmlega samhljóða tímasetningum íslendingabókar.’
Yfirleitt hafa síðari fræðimenn fallist á þá kenningu Barða að ártöl
annála séu runnin frá Ara fróða og Þuríði spöku. Þó er það satt að
segja að ekki gegnir sama máli um öll ártölin. Sum eru efalaust mnnin
frá Ara (íslendingabók), svo sem flest ártölin í 4. flokki Barða sem fyrr