Gripla - 01.01.1980, Page 304
ANNÁLAR OG ÍSLENDINGASÖGUR
299
getur; þar er um að ræða lögsögumannatal, byggingu Grænlands,
kristnitökuna og andlát Skafta lögsögumanns. Um flest ártölin í 1. og
2. flokki má einnig segja að þau gætu sem best verið komin frá Þuríði
og Ara: þar er yfirleitt um að ræða ártöl sem varða forfeður þeirra
ellegar menn með nokkrum hætti nátengda ættum þeirra, Þórsnesingum
og Hvammverjum — niðjum Þórólfs Mostrarskeggs og Auðar djúp-
úðgu; þama hafa menn verið að verki sem runnið hefur blóðið til
skyldunnar. En eins og fram kemur hér á eftir er hugsanlegt að ártöl
þessi séu að verulegum hluta reiknuð út samkvæmt sögum frá 13. öld
(Eyrbyggju, Laxdælu).
Hinsvegar verður ekki sagt að öll ártölin í þessum tveimur fyrri
flokkum Barða tengist þeim Þuríði og Ara bersýnilega, þótt Barði reyni
að brúa bilið. Má þar til nefna dauða Tunguodds og víg Þorsteins
Kuggasonar, víg Halls Guðmundarsonar og Heiðarvíg. Og annáls-
greinin um Blundketilsbrennu stangast beinlínis við önnur ummæli Ara,
því að hann segir í íslendingabók að það væri Þorkell Blundketilsson
sem inni var brenndur. Barði getur þess til að þeir feðgar hafi báðir
beðið bana í brennunni, og því sé ‘ekkert því til fyrirstöðu, að Ari í
ritum sínum hafi kennt Örnólfsdals-brennuna við Blund-Ketil, eða þá
feðga báða.’
Landnáma (Sturlubók) talar á tveimur stöðum um ‘brennu Blund-
ketils’ og ‘Blundketilsbrennu’;3 og í Hænsaþórissögu em ítarlegar frá-
sagnir af því er Blundketill var inni brenndur. Hvorag þessara heimilda
nefnir Þorkel Blundketilsson, en báðar telja Herstein vera son Blund-
ketils (samkvæmt íslendingabók er hann ‘Þorkelssonr Blund-Ketilsson-
ar’). Svo hefur löngum verið talið að Sturlubók fari eftir Hænsaþóris-
sögu,4 5 og Sigurður Nordal telur að höfundur Hænsaþórissögu hafi þekkt
íslendingabók en vikið frá henni af ásettu ráði.3 Þá eru menn í nokkr-
um vandræðum með að skýra annálsgreinina um Blundketilsbrennu —
ekki síst ef gert er ráð fyrir að hún sé komin frá Ara. En ég hef á
öðram stað leitt rök móti því að Sturlubók styðjist við Hænsaþórissögu;6
og ég tel fjarstætt og ónauðsynlegt að gera ráð fyrir því að annálsgrein
þessi sé komin frá Ara. Þarna hygg ég að fram komi tvær mismunandi
3 íslenzk fornrit I, bls. 75 og 85.
4 ísl. fornr. I, form. bls. lxiii (Jakob Benediktsson) og tilv. þar.
5 ísl. fornr. III, form. bls. xiv-xxi.
6 Opuscula septentrionalia. Festskrift til Ole Widding 10. 10. 1977 (Hafniæ
1977), bls. 134-48.