Gripla - 01.01.1980, Page 305
300
GRIPLA
arfsagnir: brenndur var inni Þorkell Blundketilsson (ísl.b.) eða Blund-
ketill (Annálar, Sturlub., Hænsaþ.s.).
Þá er eftir 3. flokkur Barða, 14 ársetningar frá Norður- og Austur-
landi. Hann telur víst að Jórunn Einarsdóttir Þveræings, móðursystir
Þuríðar hinnar spöku, hafi vitað glögg skil á þessum tímasetningum.
‘Og það getur vissulega ekki verið einber tilviljun, að í annálum skuli
aðeins vera árfærðir þeir atburðir sögualdar, frá Austur- og Norður-
landi, sem á áberandi og augljósan hátt koma við sögu nánasta venzla-
fólks og ættingja Jórunnar frá Þverá. Eg hefi því fyrir satt, að á sögnum,
sem gengið hafa í móðurætt Þuríðar hinnar spöku, séu tímasetningarnar
21-34 byggðar.’
Ekki er ég nú reiðubúinn til að sporðrenna þessu athugasemdalaust.
Fyrst er á það að benda að enginn nákominn ættingi Jórunnar er
nefndur í þessum ártalaflokki — t. d. hvorki Einar faðir hennar né
Eyjólfur föðurfaðir eða Guðmundur ríki föðurbróðir hennar. Aðeins
þrír atburðir eru í nánum tengslum við Jórunni: víg Broddhelga (sem
Geitir vó), víg Geitis tengdaföður hennar og bardaginn í Böðvarsdal
þar sem þeir börðust Þorkell maður hennar og Bjami Broddhelgason
frændi hans, og Þorkell varð sár nálega til ólífis (Vopnfirðingasaga). En
eyfirsku ártölin tengjast Jórunni aðeins eftir krókaleiðum, og önnur eru
allsendis fjarlæg henni eða ‘móðurætt Þuríðar hinnar spöku:’ Oöld hin
fyrri (18). Útkoma Friðreks biskups (20). Kirkjugerð Þorvarðar Spak-
böðvarssonar (22). Utanför Friðreks biskups (24). Útkoma Þangbrands
prests (28). Víg Arnórs í Skógum (29). Njálsbrenna (38). Víg Ljóts
Hallssonar (40). Ég leyfi mér að rengja það fullkomlega að þessi ártöl
séu komin frá Jórunni Einarsdóttur eða Þuríði Snorradóttur fremur en
einhverjum öðrum fróðum mönnum.
Samkvæmt líklegum eða ólíklegum tengslum við Ara fróða virðist
mega skipta sögualdarártölum annála í þrjá flokka:
(1) Ártöl sem eindregið virðast vera komin frá íslendingabók. Þau
varða flest upphaf Islandsbyggðar og upphaf embættistíma lögsögu-
manna.
(2) Ártöl sem tjá fæðingar- og dánarár ýmissa manna á Vesturlandi,
einkum í Dölum og á Snæfellsnesi. Mörg þessara ártala varða Þórs-
nesinga og Hvammverja, og geta þá böndin borist að Ara fróða og
heimildarmönnum hans, Þuríði Snorradóttur goða og Þorkeli Gellissyni
(föðurbróður Ara), sem voru komin af þeim ættum. En fleiri uppruna-