Gripla - 01.01.1980, Side 306
ANNÁLAR OG ÍSLENDINGASÖGUR 301
skýringar koma til greina, og sum hinna vestlensku ártala tengjast ekki
þessum ættum fremur en öðrum.
(3) Artöl varðandi ýmsa atburði, einkum mannvíg, í öðrum lands-
hlutum. Tilraunir til að tengja þessi ártöl við Þuríði Snorradóttur (og
síðan Ara fróða) virðast vera marklausar.
í formála íslendingabókar (ísl. fomr. I, bls. xxxviii-xl) telur Jakob
Benediktsson ‘þau ártöl sem Ari nefnir beinlínis og þau sem koma
óbeint fram í íslendingabók að því er varðar íslandssögu.’ Sautján ártöl
varða embættistíð lögsögumanna, þar af sjö hin fyrstu á tímabili því er
hér um ræðir, og eru þau öll í annálum samhljóða Islendingabók. Þá
telur Jakob einstök ártöl 21 að tölu, og taka 10 hin fyrstu til okkar
tímabils. Eitt ártal er einnig á fyrri skránni (upphaf lögsögu Hrafns
Hængssonar). Tvö ártöl em ekki talin á skrá minni hér á undan af því
að um er að ræða erlenda atburði (til viðmiðunar íslandssögu): dráp
Játmundar konungs helga 870 og fall Ólafs Tryggvasonar 1000. Þrjú
af þessum 10 ártölum standa ekki í annálum, enda em þau ‘miðuð við
dánaraldur manna’ (JB): fæddur Hallur Þórarinsson 995, skírður Hallur
Þórarinsson 998 og fæddur ísleifur biskup 1006. Eru þá alls 11 atburðir
(7 + 4) á skrá minni sem einnig em ársettir í íslendingabók, 7 lögsögu-
manna-ártöl og 4 ‘einstök ártöl’: nr 1, 6, 9, 16, 23, 25, 31, 32, 34, 44
og 46. Munu öll þessi 11 ártöl annála komin frá íslendingabók. Það er
helst að athuga að Ari segir að ‘ísland byggðist fyrst’ um 870, en í
annálastofni er upphaf íslands byggðar talið 874, og síðan bætir Kon-
ungsannáll (og aðrir) við útkomu Ingólfs 870 eftir íslendingabók.
Eins og fyrr segir skiptir Barði Guðmundsson ártölunum í fjóra
flokka: þrír varða tilteknar ættir eða landshluta, hinn fjórði landið allt
eða sögu þjóðarinnar. En hugsanleg er flokkun með ýmsu öðm móti,
til dæmis: I. Flokkun eftir efni eða eðli atburða. II. Flokkun eftir skyld-
leika annála. III. Flokkun eftir afstöðu til annarra heimilda, t. d. ís-
lendingasagna. Hvern þessara þriggja heildarflokka má gera með ýmsu
móti, og það sem fer hér á eftir er aðeins ein tilraun af mörgum hugsan-
legum.
I. EFNISFLOKKAR
Til greina kemur að skipta ártölum annála í eftirtalda 9 flokka eftir efni
eða eðli atburða: