Gripla - 01.01.1980, Page 310
ANNÁLAR OG ÍSLENDINGASÖGUR 305
skammt endist það til að tímasetja útkomu Þorbjamar, og verður það
með engu móti gert eftir Gíslasögu.
Barði Guðmundsson bendir á það að auk Ingólfs Arnarsonar nefna
annálar ekki útkomuár neins landnámsmanns nema Þorbjamar. ‘Má
nærri geta, hvaðan þessi tímasetning muni vera komin,’ segir Barði —
og á við Þuríði spöku, en Þorbjöm var langafi hennar. Hinsvegar segir
Bjöm K. Þórólfsson: ‘. .. og má nærri geta, að þessi vitneskja um hann
(þ. e. Þorbjöm) hefir geymzt með niðjum hans og er skráð af Ara
fróða.’10 Frægri en Þorbjöm súr var þó sonur hans Gísli, en banamaður
hans var Eyjólfur grái langa-langafi Ara. Gíslasaga bendir til þess að
vígið hafi mælst illa fyrir, en þó stóð öðmm nær en Ara að leggja rækt
við minningu Gíslaættar. En Þorbjörn kom mjög seint út, og því hafði
minningin um útkomuár hans betri skilyrði til að varðveitast en annarra
landnámsmanna.
11 Brenna Blundketils 962. í Hœnsaþórissögu em engar bend-
ingar um tímatal. Til samanburðar við annála má helst hafa íslendinga-
bók sem setur brennuna á lögsögumannsskeið Þórarins Ragabróður
(950-69). Næst á undan segir Ari frá sumarauka Þorsteins surts sem
ekki verður heldur ársettur, en næst á eftir frá því að Þorkell máni tók
lögsögu eftir Þórarin (970). Kemur þetta allt vel heim og saman, en
nákvæm ársetning fæst hvergi nema í annálum.
12-13 Dráp Þorgríms föður Snorra goða 963. Fæddur Snorri
goði 963. í ýmsum fomum heimildum segir að Snorri goði dæi einum
vetri eftir fall Ólafs konungs helga, þ. e. a. s. 1031 (sjá hér á eftir aths.
við 45); og í Ævi hans segir að hann væri þá ‘á hinum sjöunda vetri
hins sjöunda tigar aldurs síns,’ en í Laxdælu að hann hefði þá ‘sjö vetur
hins sjöunda tigar;’11 samkvæmt íslenskri málvenju gat þetta hvort-
tveggja merkt hið sama, enda mun Æ vera bein heimild Laxdælu um
þetta.12 Eftir þessu ætti Snorri helst að vera fæddur 964, en samkvæmt
öðrum tímamiðunum í Eyrbyggju er hann fæddur 963.13 Þarna skeikar
aðeins einu ári, og gæti mismunurinn verið sprottinn af ólíkum út-
reikningi. Samkvæmt Gíslasögu og Eyrbyggju fæddist Snorri skömmu
eftir víg föður síns (nokkurum nóttum síðar, segir Eyrbyggja). Og eins
10 ísl. fornr. VI, form. bls. xlii.
11 ísl. fornr. IV, bls. 186; V, bls. 226.
12 Isl. fornr. V, form. bls. xxxvi (Einar 01. Sveinsson).
13 Isl. fornr. IV, form. bls. xxx-xxxi (Einar Ól. Sveinsson).
Griplaiv 20