Gripla - 01.01.1980, Síða 311
306
GRIPLA
og fyrr segir við liði 3-4 má síðan samkvæmt Eyrbyggju reikna út
fæðingarár Þorgríms föður Snorra (938, sem er samhljóða annálum)
og fæðingarár Þorsteins afa hans (913, sem er ósamhljóða annálum). Á
það skal bent að atriði 13 er viðauki í IV, en atriði 12 (víg Þorgríms)
er hinsvegar í samstofna annálum.
14 Dauður Tunguoddur 965. Af Hœnsaþóríssögu, sem ein sagna
getur andláts Odds, væri helst að ráða að hann hefði lifað allmörg ár
frá brennunni í Ömólfsdal;14 og aðrar sögur gera ráð fyrir að hann hafi
lifað langt fram yfir 962.15 Sýnir það Ijóslega að ársetningin í annálum
er óháð sögum, hvað sem réttast er.
15 Dauður Þórður gellir 965 eða ‘því nær.’ í sögum er eigi
heldur nein bending um það hvenær Þórður andaðist. Hann kemur
meðal annars við Laxdœlu, Eyrbyggju og Hœnsaþóríssögu. I Land-
námu er nefnd saga hans sem nú er glötuð,16 og getur auðvitað hugsast
að þar hafi verið einhver tímatalsmiðun um andlát hans.
Það er athyglisvert — og kannski má segja grunsamlegt — að ann-
álar nefna saman andlát þessara tveggja miklu deiluaðila, Tunguodds
og Þórðar gellis, þremur ámm eftir brennuna.
19 Burðartíð Þorkels Eyjólfssonar 979. í Laxdœlu segir svo:
‘Þorkell hafði átta vetur hins fimmta tigar þá er hann drukknaði, en
það var fjómm vetmm fyrr en hinn heilagi Olafur konungur féll.’17
Samkvæmt þessu væri Þorkell fæddur 978. En eins og Einar Ól. Sveins-
son segir í formála Laxdælu: ‘Munurinn sem er á Laxdælu og annálum
um fæðingarár Snorra og Þorkels, stafar án efa af mismunandi reikn-
ingi, þegar vetratali var breytt í áratal.’18
20 Útkoma Friðreks biskups 981. Ártali þessu ber saman við
Kristniþátt í Ólafssögu Tryggvasonar hinni miklu19 og við Kristnisögu.20
í Kristnisögu segir enn fremur að Snorri goði væri 18 vetra er þetta
gerðist, og stendur það heima ef hann er talinn fæddur 963.
22 Kirkjugerð Þorvarðar Spakböðvarssonar 984. Þessu ár-
tali ber einnig saman við Kristniþátt og Kristnisögu sem herma að
Þorvarður hafi gert kirkju í Ási þrem vetmm eftir útkomu Friðreks
14 Isl. fornr. III, bls. 46 (sbr. þó form., bls. xxi-xxii nm.)
15 Safn til sögu íslands I, bls. 324-25.
16 ísl. fornr. I, bls. 140.
17 ísl. fornr. V, bls. 223.
18 Isl. fornr. V, form. bls. 1.
19 Óiáfs saga Tryggvasonar en mesta I (Ed. Arnam. A 1, Kbh. 1958), bls. 300.
20 Biskupa sögur I, Kh. 1858, bls. 3-4.