Gripla - 01.01.1980, Blaðsíða 312
ANNÁLAR OG ÍSLENDINGASÖGUR 307
biskups og Þorvalds víðförla eða sextán vetrum áður en kristni var í
lög tekin á íslandi.
24 Utanför Friðreks biskups 985. í Kristniþætti og Kristnisögu
er sagt að þeir Friðrekur og Þorvaldur byggju fyrst einn vetur á Giljá
og síðan fjóra vetur á Lækjamóti; samkvæmt því telja menn að þeir
hafi farið utan 986. Ártalið 985 er aðeins í Konungsannál (Flateyjar-
annáll: 986, e. t. v. með venjulegri ársskekkju); mun þetta ákvæði í
Konungsannál vera marklaus ritvilla eða reikningsvilla.
33 Víg Kjartans Ólafssonar 1003. Þessu ártali ber alveg saman
við Laxdœlu, ef taldir eru vetur frá kristnitöku.21
35 Víg Bolla 1007. Ber einnig saman við Laxdœlu, ef talið er frá
kristnitöku.22
36 VígStyrsl008. í Ævi Snorra goða segir að Þorgestur Þórhalls-
son hafi drepið Víga-Styr á áttunda vetri frá kristnitöku, og sama segir
í Eyrbyggju.23 í Helgafells ártíðaskrá er ártíð Styrs talin 2. nóvember,
og getur því borið saman við Heiðarvígasögu (endursögn Jóns Ólafs-
sonar frá Grunnavík) sem segir að Styr hafi farið að heiman í hinstu
för sína ‘um vetumætur.’24 Ef vitnisburður þessara heimilda er lagður
saman verður niðurstaðan sú að Styr hafi verið veginn 1007. Fljótt á
litið virðist þarna þá vera eins árs ágreiningur milli Ævinnar (Eyr-
byggju) og annálanna, og trúa fræðimenn Ævinni betur.25 En í Ævinni
(Eyrbyggju) er þess ekki getið hvenær vetrarins vígið gerðist, og ef
annállinn færi eftir annarri þeirri heimild lægi beint við að tímasetja
vígið 1008. Á þetta bendir Sigurður Nordal í formála Heiðarvígasögu
(bls. cxxiv): ‘Hins vegar gátu orð Ara í Ævi Snorra goða: ‘átta vetr ...
á þeim síðasta vetri’ — gert manni, sem safnaði saman tímatals-ákvörð-
unum úr ritum hans, án þess að hafa aðrar heimildir til hliðsjónar, það
eðlilegt, að velja ártalið 1008, þ. e. a. s. hugsa sér vígið síðara hluta
vetrar.’
37 Víg Þorsteins Gíslasonar 1009.26 Um þessa annálsgrein segir
Sigurður Nordal (form. Heiðarvígas., bls. cxxiv): ‘Og þar sem vígs
21 ísl. fornr. V, form. bls. lvii.
22 ísl. fornr. V, form. bls. lv-lvi.
23 ísl. jornr. V, bls. 186, 152-53.
24 íslenzkar ártíðaskrár, Kh. 1893-96, bls. 87, 91. ísl. fornr. III, bls. 231.
25 ísl. fornr. V, form. bls. lvi.
26 Annálsgrein þessi er aðeins í Resensannál, og stendur þar einungis: ‘Víg
Þorsteins G. sonar’. En lítill vafi virðist á því að átt sé við Þorstein Gíslason.