Gripla - 01.01.1980, Side 313
308
GRIPLA
Þorsteins Gíslasonar er aðeins getið í einum annál (og ekki minnzt á
það í Ævi Snorra), getur það verið viðbót eins annálsritara, sem gerði
ráð fyrir, að það hefði gerzt einum vetri eftir fall Styrs.’ í Heiðarvíga-
sögu er gert ráð fyrir að fimm ár líði frá vígi Styrs til vígs Þorsteins; en
til er önnur heimild sem hefur aðeins eitt ár milli víganna, og það er
Eyrbyggjasaga.
39 Víg Halls Guðmundarsonar 1011. Vígsins er einnig getið
í Heiðarvígasögu, en verður ekki ársett eftir henni. Ef gert er ráð fyrir
að víg Styrs hafi orðið 1007, hefði víg Halls átt að verða 1014 sam-
kvæmt sögunni.27 Þessi hluti hennar er að vísu aðeins til í endursögn
Grunnavíkur-Jóns og því ekki fulltreystandi, en ljóst er að tímatal frum-
sögunnar hefur verið ónákvæmt og brenglað.
41 Heiðarvíg 1014. Þessi atburður verður ekki heldur tímasettur
samkvæmt Heiðarvígasögu. Þar líða fjögur ár milli vígs Halls og
Heiðarvíga, en aðeins þrjú samkvæmt annálunum. Hér á auðvitað enn
við fyrirvari um endursögn Grunnavíkur-Jóns, en þá atburði sem af-
marka þessi fjögur ár virðist hann þó hljóta að muna rétt.28
42 Drukknun Þorkels Eyjólfssonar 1026. Samkvæmt Laxdœlu
drukknaði Þorkell ‘fjórum vetrum fyrr en hinn heilagi Ólafur konungur
féll,’29 þ. e. a. s. árið 1026, eins og segir í annálunum.
43 Víg Þorsteins Kuggasonar 1027. Þessa atburðar er getið í
Grettissögu (67. kap.), og er auðreiknað samkvæmt henni að það hafi
einmitt gerst 1027. En af Eyrbyggju væri að ráða að Þorsteinn hefði
dáið fyrr. Þar segir svo í síðasta kapítula (65.): ‘Snorri goði bjó í Tungu
20 [réttara: 23] vetur, og hafði hann fyrst heldur öfundsamt setur meðan
þeir lifðu stórbokkarnir Þorsteinn Kuggason og Þorgils Hölluson . ..’
Af þessu mætti ætla að Snorri hefði lifað meir en fjögur ár eftir dauða
Þorsteins. En samkvæmt Laxdælu var Þorgils Hölluson raunar veginn
áður en Snorri fluttist að Sælingsdalstungu, og mætti þá vera að bending
Eyrbyggju um aldur beggja þeirra Þorgils og Þorsteins væri marklítil.
45 Andlát Snorra goða 1031. Að þessu ártali er áður vikið.
Öllum heimildum sem þess geta ber saman um að Snorri hafi andast
einum vetri eftir fall Ólafs konungs helga, en heimildirnar eru auk
annála: Ævi Snorra, Eyrbyggja, Heimskringla og Laxdœla. Vafalaust er
samband milli þessara heimilda, og mun Ævi Snorra vera elst.
27 Isl. fornr. III, form. bls. cxxiv-cxxv.
28 Sbr. Isl. fornr. III, form. bls. cxxiii o. áfr.
29 ísl. fornr. IV, bls. 223.