Gripla - 01.01.1980, Page 317
312
GRIPLA
íslendingasögu sem hér um ræðir: víg Helga Droplaugarsonar, og ber
þessum heimildum saman.
(3) Sögumar leggja yfirleitt litla rækt við tímatal — minni en þær
þrjár sögur sem einkum er miðað við að vestan: Eyrbyggja, Laxdæla
og Kristnisaga.
(4) Yfirleitt gœtu ártöl annála komið heim við það sem í sögunum
segir eða fara að minnsta kosti ekki fjarri því.
Landið allt.
2 Upphaf íslands byggðar 874 (875). Þessu ártali ber saman
við Landnámu (ísl. fomr. I, bls. 42), og telja flestir fræðimenn að það
muni vera ‘útreikningur síðari manna, sennilega ekki til orðinn fyrr en
á 13. öld, og hafi ekki komizt inn í Landnámu fyrr en í S(turlubók)’,
svo sem Jakob Benediktsson kveður að orði í formála Landnámu (ísl.
fomr. I, bls. cxxxvii). Vafalaust má telja að samband sé milli annála
og Sturlubókar um þetta ártal, en engum getum skal leitt að því hvor
heimildin sé upprunalegri.
18 Óöld hin fyrri 975. í viðauka Skarðsárbókar, sem að miklu
leyti mun vera kominn úr Hauksbók, er nánari frásögn af hallæri þessu
sem lengi hefur verið í minnum haft (útg. 1958, bls. 189):
‘Óaldarvetur varð mikill á íslandi í heiðni í þann tíma er Haraldur
konungur gráfeldur féll, en Hákon jarl tók ríki í Noregi. Sá hefir mestur
verið á íslandi. Þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg óátan ill var
etin, en sumir létu drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra.
Þá sultu margir menn til bana, en sumir lögðust út að stela og urðu
fyrir það sekir og drepnir. Þá vógust skógarmenn sjálfir, því að það var
lögtekið að ráði Eyjólfs Valgerðarsonar að hver frelsti sig sá er þrjá
dræpi seka.’
Að tali íslenskra annála féll Haraldur gráfeldur 975 eða 976, og mun
sú tímamörkun leidd af Heimskringlu eins og fleiri ákvæði annála varð-
andi norska konunga. Stendur þetta allt nokkuð vel heima, en ósagt
skal látið hvort beint samband muni vera milli annála og viðauka
Skarðsárbókar.
Skiptar hafa verið skoðanir um það hvenær ritun annála hafi byrjast
hér á landi. Hin gamla skoðun Gustavs Storms var sú að hinn sam-
eiginlegi stofn annálanna, sem nær til h. u. b. 1280 sem fyrr segir, hafi