Gripla - 01.01.1980, Side 318
ANNÁLAR OG ÍSLENDINGASÖGUR
313
jafnframt verið fyrsti annállinn.38 Þessari skoðun fylgir Finnur Jónsson39
og einnig Sven Axelson40 og Ólafía Einarsdóttir,41 og er helsta röksemd
þeirra sú að svo mikill hluti íslenskra annálaártala frá þessu tímabili
(fram um 1280) sé bersýnilega byggður á sögum frá 13. öld. Finnur
Jónsson telur að þegar ritari Konungsannáls byrjar að hafa auð pláss
við einstök ár eftir 1279 sé það ‘naturligvis fordi han nu ikke havde
flere eksisterende sagaer at benytte.’42 Lengst gengur Ólafía Einars-
dóttir í því að rekja annálaefni til ritaðra sagna.
En áður en Finnur birti seinni útgáfu bókmenntasögu sinnar — og
löngu á undan Axelson og Ólafíu — hafði Natanael Beckman leitt líkur
að því að þegar á 11. öld hefðu menn farið að skrásetja ártöl samtíma-
viðburða. Ályktar hann það af Heklugosi 1104 en þó einkum af sól-
myrkva sem varð árið 1131 og hvergi sást nema á íslandi, en beggja
þessara atburða er getið í íslenskum annálum. ‘Det ár frestande att
antaga, att man redan pá 1100-talet, sedan det kronologiska intresset
blivit váckt genom Ares mönstergilla undersökningar, lagt upp krono-
logiska anteckningsböcker, vilkas inneháll vi kunna áterfinna i annal-
handskrifter frán de följande árhundradena.’43
Rétt er að gefa gaum að því hvemig hinir fornu annálar okkar em
gerðir. Þeir eru byggðir á páskatöflum eða svonefndum ta(f)lbyrðingum
sem notaðir vora til að finna páskana ár frá ári. í annálunum em árin
táknuð með sunnudagsbókstöfum og tunglbókstöfum, en aðeins hvert
tíunda (eða stundum tuttugasta) ár skráð með rómverskum tölum. Um
þetta segir Beckman:44
38 Islandske Annaler, form. bls. lxx o. áfr.
39 Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie, 2. útg., II (Kbh. 1923),
bls. 780-82; III (1924), bls. 68-76.
40 Sverige i utlándsk annalistik 900-1400 med sárskild hánsyn till de islándska
annalerna (Stockh. 1955).
41 Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning (Lund 1964),
einkum bls. 293-338. Sverige i islandsk annalistik 1190-1270, Scandia 31 (1965),
bls. 331-44. Om de to hándskrifter af Sturlunga saga, Arkiv f. nord. filologi 83
(1968), bls. 44-80.
« Litt. hist. III, bls. 71.
43 Annalstudier, Studier i nordisk filologi III.4 (Helsingfors 1912), bls. 3-4.
Sjá einnig Beckman: Quellen und Quellenwert der islándischen Annalen, Xenia
Lideniana (Stockh. 1912), bls. 16-39.
44 Annalstudier, bls. 11-12. — Beckman hefur jafnvel reynt að endurgera ís-
lenskan frumannál úr stuttum athugasemdum sem hann tekur úr hinum varðveittu
annálum og einkum úr sögum (Quellen und Quellenwert, bls. 34—39).