Gripla - 01.01.1980, Síða 322
ANNÁLAR OG ÍSLENDINGASÖGUR
317
logiska uppgifter rörande enskilda handelser, sá vill man gárna frága sig,
om icke dessa hárröra frán samtida uppteckningar.’48 En það er álitamál
hvort fremur skuli kalla slíkar minnisgreinar páskatöflu með ártölum
eða annál byggðan á páskatöflu.
í Skálholtsannál er eyða frá 1012-1181, en ef litið er á Resensannál
og Lögmannsannál verður svipað uppi á teningnum sem í Konungs-
annál: Resensannáll er með áraeyðum framan af og allt fram á önd-
verða 12. öld; til dæmis eru engir atburðir greindir sex ár samfellt frá
1107-1112; en frá og með 1142 er eitthvað frá hverju ári (einnig í
Hpyersannál). í Lögmannsannál eru tómarúm við einstök ár á 12. öld,
en íslenskt efni fer smám saman vaxandi, og er mikið af því sameiginlegt
Konungsannál (og Resensannál).
Eitt atriði er vert að gaumgæfa ef kanna skal samband annála og ís-
lendingasagna. Þegar sagt er frá liðsafnaði í sögunum eru stundum
einkennilegar upptalningar manna sem taka þátt í slíkum safnaði.
Sumir þessara manna eru ekki nefndir annarsstaðar í viðkomandi sögu
þótt þeirra sé getið í öðrum sögum, aðrir eru með öllu ókunnir. Slíkar
upptalningar bardagamanna koma fyrir að minnsta kosti á eftirtöldum
stöðum í íslendingasögum:
Eyrbyggjasaga: (a) Stefnuför Snorra goða eftir víg Styrs (ísl. fornr.
IV, bls. 153). (b) Víg Þorsteins Gíslasonar (ísl. fomr. IV, bls. 154).
Þessar upptalningar í Eyrbyggju kunna að vera komnar úr Heiðarvíga-
sögu meðan hún var heil.
HeiÖarvígasaga: Liðsbón Barða, liðskipan Þórarins, Heiðarvíg. (ísl.
fomr. III, einkum bls. 264-68, 282-86, 297-309.)
Vígaglúmssaga: Bardagi á Hrísateigi (ísl. fomr. IX, bls. 72, 74).
Vopnfirðingasaga: (a) Bardagi í Sunnudal (ísl. fomr. XI, bls. 48).
(b) Bardagi í Böðvarsdal (ísl. fomr. XI, bls. 58-63).
Droplaugarsonasaga: Bardagi í Eyvindardal (ísl. fornr. XI, bls. 157-
160, undirbúið bls. 142-43).
Njálssaga: (a) Víg Gunnars á Hlíðarenda (Gizur hvíti stefnir óvinum
hans saman í Almannagjá, ísl. fornr. XII, bls. 183-84). (b) Njálsbrenna
48 Annalstudier, bls. 2.
49 Einar Ol. Sveinsson víkur að nöfnum þessum og telur þau ‘óþessleg að þau
séu tínd héðan og handan að með tómum ágizkunum;’ kunni þau að vera úr ættar-
töluheimild þeirri er söguhöfundur hefur notað ‘eða öðrum slíkum fræðum’ (ísl.
fornr. XII, form. bls. lix).