Gripla - 01.01.1980, Page 323
318
GRIPLA
(Flosi stefnir öllum sínum mönnum upp í Almannagjá, ísl. fornr. XII,
bls. 315-16). (c) Bardagi á alþingi (ísl. fornr. XII, bls. 402-408).49
Svo kynlega ber nú við að allir þessir atburðir sem nú voru taldir eru
einnig nefndir í annálum að einum undanteknum, vígi Gunnars á
Hlíðarenda. Getur þetta verið tilviljun?
í formála Austfirðinga sagna (ísl. fomr. XI, bls. xix) getur Jón
Jóhannesson þess til að höfundur Vopnfirðingasögu hafi ef til vill haft
ritaðar skrár um fömnauta Helga og Geitis þegar Helgi féll og liðsmenn
Þorkels og Bjama í bardaganum í Böðvarsdal. Einnig varpar Jón fram
þeirri tilgátu (bls. xxiv nm.) að höfundur Glúmu hafi þekkt samskonar
heimild varðandi Hrísateigsbardaga sem einnig er nefndur í annálum.
Mér virðist nú, þegar öll dæmin em dregin saman — að minnsta kosti
níu dæmi í sex sögum, að nærri stappi fullri vissu. Höfundar íslend-
ingasagna hafa haft í höndum eldri rit, líklega mjög gagnorð, þar sem
sagt hefur verið frá minnisverðum orrustum og mannvígum. I þessum
ritum hafa að líkindum verið viðmiðanir um tímatal (líkt og hjá Ara
fróða). Þetta hafa ef til vill jafnframt verið ættvísirit, en ljóst er af
Fyrstu málfræðiritgerðinni að ættvísi hefur verið meðal þess fyrsta sem
ritað var á íslenska tungu, og margir höfundar íslendingasagna hafa
sýnilega haft í höndum þessháttar heimildir.
Nú má spyrja: Hvemig víkur því þá við að ekki skuli vera fleiri og
nákvæmari tímatalsákvæði í sögum þeim sem hér um ræðir? Þessu má
til svara: (1) í flestum sögunum er lítil rækt lögð við tímatal (eins og
raunar í flestum íslenskum fortíðarsögum). (2) Fyrir bregður tímatals-
miðunum varðandi ormsturnar, og ber þeim þá saman við annála (Eyr-
byggja, Droplaugarsonasaga). (3) Eins og fyrr getur stangast tímatal
sagna þessara ekki að neinu ráði við það sem í annálum segir, ef aðeins
er litið á sögurnar sjálfar en ekki reynt að tengja þær við almennt
sagnfræðilegt tímatal. En þegar tímatal sagna virðist fjarstætt í sumum
greinum, eiga við orð Einars Ól. Sveinssonar um höfund Njálu: ‘. ..
hann hafði engan hug á tímatali, og hann ætlaðist á um tíma atburð-
anna, án þess að leggja neina sérstaka rækt við það efni. Orsakaröð,
mannlýsingar og hinn siðferðilegi þráður lá honum hins vegar þungt á
hjarta, listaverkið átti hug hans.’50
Að lokum skal reynt að draga saman í fám orðum helstu niðurstöður
þessarar ritgerðar:
50 ísl. fornr. XII, bls. lxviii.