Gripla - 01.01.1980, Page 334
HISTORY OF THE ENGLISH PSALTER AT SKÁLHOLT 329
Árni Magnússon hefur látið þá vitneskju í té að þetta messudagarím sé framan
af saltara í Skálholti, sem virðist vera frá Englandi,3 enda er í handritinu krabb
á ensku frá 16. öld,4 sem hefur nú verið lesið að töluverðu leyti, og er ljóst að
það sem þarna stendur er skrifað á íslandi á stjórnarárum Hinriks VIII. (1509-
47).
Francis Wormald, sem var sérfróður um messudagarím, skrifaði grein um AM
249a fol. 19665 og tímasetti það 1294—1312. Handritið taldi hann hafa verið enn
á Englandi á fyrra helmingi 16. aldar, þar sem skafið væri út í ríminu í samræmi
við tilskipun Hinriks VIII. frá 1538.
Messudagarímið hefur í öndverðu verið gert fyrir Karmelítasystur, en sé sú
ályktun rétt að blaðið með árituninni úr Carrow-klaustri sé úr sömu bók, hefur
bókin verið í eigu systra af Benediktsreglu á 15. öld; sú var tímasetning M. R.
Jones á sams konar áritun með sömu hendi í öðrum enskum saltara.6
Carrow-klaustur var í Norfolk, og milli Norfolk og íslands voru tíðar skipa-
ferðir um langan aldur, ekki síst frá Yarmouth á 16. öld.7 Það er því trúlegast að
saltarinn hafi borist beint til Islands frá Norfolk skömmu eftir siðaskipti á Eng-
landi (1536), og vera má að hann hafi verið gefinn Skálholtskirkju af Wyllym
þeim Barnard, sem nefndur er í enska krabbinu frá stjórnarárum Hinriks VIII.8
Árni Magnússon hefur fengið þetta handrit til eignar, trúlega á Skálholtsárum
sínum 1702-12. Hann hefur hirt messudagarímið, en notað blöð úr saltaranum
utan um bækur.9 Einhver blöð úr saltaranum hafa þó verið horfin úr honum
þegar Árni eignaðist bókina ellegar orðið eftir hér á landi og verið notuð af
öðrum til bókbands.10
I bókinni Lýsingar í Stjórnarhandriti 197111 voru lýstu blöðin sem hér voru
nefnd í upphafi borin saman við þrjú íslensk handrit frá 14. öld, en sá varnagli
var að sjálfsögðu sleginn að væri Carrow-árituninni réttilega skipað á 15. öld,
hlyti annað handrit af sama skóla að hafa verið hér á landi þegar á 14. öld. Nú
virðist sýnt að Carrow-saltarinn hefur ekki borist hingað fyrr en á árunum 1538-
47, þannig að það er ekki hann heldur annað handrit enskt af Tickhill-saltara-
flokknum, sem hefur haft djúptæk áhrif á íslenskar handritalýsingar á 14. öld.