Eimreiðin - 01.04.1924, Side 4
132 MARÍA GUÐSMÓÐIR eiMREIÐ1s'
í kristnum dómi. Alþýða manna fagnar því að sjá hana leidd.i
til sætis á öndvegisbekk guðanna, sem mönnum, er aldir voru
upp í fjölgyðistrú, hlaut að þykja næsta tómlegur fyrst í stað-
Eftir því sem kristnin breiðist út,'hafa þarfir almennings meiri
áhrif á hana, og hún tekur meira og meira að erfðum. Kirkja"
erfir rómverska ríkið, guðfræðin gríska heimspeki. Arfur Mariu
er ekki minstur. Hún erfir móðurdýrkun og meyjardýrkun
Austurlandabúa, Grikkja, Germana: Isis með barnið, Kybele.
Díönu Efesusmanna, Gefjun og Freyju. Hún verður í eirlU
ímynd hins hreina stjörnuhimins og hinnar frjósömu jarðar-
María er þýtt: maris stella, flæðarstjarna, en það minnir a
Afrodítu anadyomene (sem stigin er upp úr hafinu). Þæ1
Iðunn og Freyja þurftu ekki að glotta þegar guðsmóðir tók
sæti þeirra á alþingi árið 1000. Hún hafði fyrir löngu erft
ríki þeirra og það sern meira var. 011 sama þörf manneðlisins.
sem skapað hafði hinar fornu gyðjur og dýrkun þeirra, 9at
henni sífelt meiri mátt og dýrð.
Dýrð og mátt. Þegar líður fram á miðaldirnar, verða áhrir
Maríu á sálarlíf og menningu Norðurálfuþjóðanna bæði víðtæ-1
og djúp. Riddararnir ganga í þjónustu hennar, styrkurinn
beygir kné sín fyrir veikleikanum og öðlast við það ný|3n
styrkleik. Af Maríu verða allar konur dýrðlegar: mansöngvarnn
og helgikvæðin sameinast og geta af sér ástarkvæðin. Það
verður léttara yfir heiminum. Upp til Maríu þora menn z*.
hefja hendur sínar og gotneska listin kirkjuturna sína. Hendur
og tunga dýrka hana á hverskonar hátt. Sjálf latínan, tungn
sigurvegaranna: orðfá og drambsöm, full af fornum sverða-
hljómi — verður auðmjúk .þegar hún vegsamar hana: Aee
Maria, gratia plena. — — Sancta Maria, mater dei, ora P1"0
nobis. I fimm aldir, frá Einari Skúlasyni til Einars Sigurðs-
sonar, er ferill hennar óslitinn í íslenskum bókmentum — °3
hin stirða brynja dróttkvæðanna verður að mjúkum guðvefn
þegar hún er breidd undir fætur hennar.
III.
En hefur mannkynið ékki smækkað á því að taka dauð'
lega konu í guða tölu, og veita henni slíka þjónustu?
Nei, þvert á móti. Það er efasamt, hvort sá vex altaf, sem