Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 10

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 10
138 EINAR BENEDIKTSSON eimreiði^ „Bergvæg, brist med drön og brag for mit tunge hammerslag! Nedad má jeg vejen bryde, til jeg hörer malmen lyde. Og i dybet er der fred, — fred og örk fra evighed; — bryd mig vejen, tunge hammer, til det dulgtes hjertekammer!“ I kvæðum hans kemur fram öflug viðleitni til þess að leiða í ljós hin huldu rök, sem búa að baki viðburða og fyrirbrigða. Það sem flestum er fullnóg yrkisefni er honum að eins til- efni. Það sem öðrum er takmark er honum meðal eingöngu- Islensk óðlist á mörg ágæt snildarverk frá ýmsum öldum. " Glæsilegar heildir. Listasmíði formgáfu, málvits og hugsunar- þreks. Hvert með sínu sniði, sínum blæ. Sum eins og högS' myndir. Onnur eins og pentmyndir. Sum hof með súlnagöng- um og lágmyndaskrauti. Onnur hásalir tjaldaðir pentverkum- En öll meira og minna afmörkuð að gerð og áformi. Ljóðhof Einars Benediktssonar er gotneskt musteri með hvolfgöngum, hábogum og gnæfandi turnum, þar sem hið afmarkaða rúm hverfur manni og umgeymandi tilfinning hins ómælilega sest að huga manns — frá áformi himinhafnasta stílsins, frá gagn- sæjum myndunum — staðlaus^sta formi myndlistarinnar og Hf' þrungnasta um leið. Slík undrasmíð er til dæmis kvæðið Kvöld í Róm —: Fyrst fljótið, í kyrð og litum kvöldsins: Tíber sígur seint og hægt í ægi, * seint og þungt, meö tímans göngulagi. Loft er kyrt. Ei kvikar grein á baðmi. — Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi. — En þyngslalegt kvöldlagið tengist fyr en varir minningu hins forna, hnigna rómverska heimsveldis —: Sál mín berst til hafs I fljótsins faðmi. Fyrir hug mér sveima Iiðnar tíðir; sv»ífa á borði elfar aldir, lýðir, eins og sýning skuggamynda á tjaldi. — Frami Rómaveldis og lok, áform og örlög birtast í stór- kostlegri gagnsýn. Fyrst æska lýðsins, vor kraftanna —:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.