Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Side 11

Eimreiðin - 01.04.1924, Side 11
ElMREIÐlN EINAR BENEDIKTSSON 139 Sjónir hugar sjá þá dauðu og horfnu, sigurfólkið, ættarmerkin fornu. Brennur þrá til frama af enni og augum, ást til náms og tignar, fíkn til gjaldsins. Ver með hreysti og viljans eld í taugum, víf með kærleik, stolt sem torgsins gyðja, byggja lund og líkam sterkra niðja, Ieggja saman hornstein Rómavaldsins. þá úrkynjunin — vilja þrotinn, máttstola haustlýður, sem ^Vrir löngu hefur náð takmörkum þroska síns: Menning, sem Sengin er í barndóm —: Beinleit fljóð og brúnaþrungnir halir bekkjast síðar fast við hóglífs kvalir. Línur andlits lúðar eru og sjúkar, limir mykri en dýnan sem þá hvílir. Styrk og fríðleik hniginn hjúpa dúkar. Hjartað ástalaust í munuð veilist. Uppgert fjör í eitur nautnar seilist, oflátsmælgi hrörnun þankans skýlir. Svo hrunið, sjálfstapað og örlagabundið, — og loks bregð- Ur kvöldið hinstu geislum sínum yfir rústirnar, yfir staðinn, Sern kaldur dauðahrollur, forn reynsla og nýr grunur setjast í ljósaskiftunum —. En andi skáldsins nemur ekki staðar við feigðargruninn og hrapið. Spurningar knýja á —: tilgangur — eðli og afdrif aHs þessa unna og eydda lífs, alls lífs? Caesars borg! Skal stríð þitt, dáð og draumur drukna í geimsins sjó sem hljóðlaus straumur? Skuiu verk þín afgrunns unnum vafin, æfispor }jín heims af brautum skafin? Eða er Iíking þín til hæða hafin, hærri steinsins rún og köldu myndum, grafir þínar taldar lífs hjá lindum, ljós þíns anda í himins spegla grafin? Og nú gefur aftur sýn, enn stórfenglegri en áður. Það er ekki ^rami eða fall einnar þjóðar, eins menningartímabils. En allra þjóða og allra alda. Guðdómleg samheild lífsins, þar sem vilji alheimsverunnar hrærir hjarta mannsins og hnetti sólhverfanna með sama umgeymandi, skapaþrungna mætti, þar sem ekkert Verður án ráðs, og öll afdrif eiga mið —:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.