Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 16

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 16
144 EINAR BENEDIKTSSON eimreiðin Gátur "lífsins Ieiftra í önd, landnám andans fara í hönd. Mundin halda og hjartaö hlýja hefst mót stórrar aldar sól. Orlög henda auðnuhjól yfir leiksvið kraftsins nýja. Sóley ung með brostin bönd brosir milli rökkra og skýja. Höfuðeinkunn náttúru og mannlífslýsinga Einars Benedikts- sonar er djúp, samúðug, pantheisk náttúrukend, sem hvar- vetna finnur skyldleika og náið samband alls lifandi — °S guð, sem alt hreyfir og í öllu lifir. Hann sér lífið í gagnsýn eilífðarinnar — dýrðlegt, þrungið af áformi, óendanlegt. Hið alheimsborna, kosmiska í smæstu formum lífsins er honurn ljóst vitni hins mikla ættarbragðs. Eins og hann kveður: I Slútnesi —: Um grein og stofn renna straumar hljóðir; ég streyma þá finn um minn eigin barm, ég veit að þeir kvika um víðisins arm. Svo vítt þeir renna sem sólirnar brenna. Þeir bera minn hug yfir hnattanna sund, og hefta minn fót við þessa grund. — Þeir ólu þá jörð, sem er vor móðir, ósýnilegir, sterkir og hljóðir. Eg veit að alt er af einu fætt, að alheimslíf er ein voldug ætt dauðleg, eilíf og ótalþætt um afgruns og himins slóðir. Þessi sambandskend, þessi frjóa innsýn gerir náttúrulífslý5' ingar skáldsins einstakar í íslenskum bókmentum. Brim, Detti- foss, Hljóðaklettar, Snjór, Oldulíf, Lágnætursól — öll þes5‘ kvæði lýsa ríkri náttúrukend — hrifningu og djúpri þrá gagf' vart stórmerkjum náttúrulífsins. Þannig í kvæðinu Lágnaetur- sól við Grímseyjarsund —: Minn hugur spannar himingeiminn. Mitt hjarta telur stjörnusveiminn, sem dylur sig í heiðlofts hyl.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.