Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 16
144 EINAR BENEDIKTSSON eimreiðin Gátur "lífsins Ieiftra í önd, landnám andans fara í hönd. Mundin halda og hjartaö hlýja hefst mót stórrar aldar sól. Orlög henda auðnuhjól yfir leiksvið kraftsins nýja. Sóley ung með brostin bönd brosir milli rökkra og skýja. Höfuðeinkunn náttúru og mannlífslýsinga Einars Benedikts- sonar er djúp, samúðug, pantheisk náttúrukend, sem hvar- vetna finnur skyldleika og náið samband alls lifandi — °S guð, sem alt hreyfir og í öllu lifir. Hann sér lífið í gagnsýn eilífðarinnar — dýrðlegt, þrungið af áformi, óendanlegt. Hið alheimsborna, kosmiska í smæstu formum lífsins er honurn ljóst vitni hins mikla ættarbragðs. Eins og hann kveður: I Slútnesi —: Um grein og stofn renna straumar hljóðir; ég streyma þá finn um minn eigin barm, ég veit að þeir kvika um víðisins arm. Svo vítt þeir renna sem sólirnar brenna. Þeir bera minn hug yfir hnattanna sund, og hefta minn fót við þessa grund. — Þeir ólu þá jörð, sem er vor móðir, ósýnilegir, sterkir og hljóðir. Eg veit að alt er af einu fætt, að alheimslíf er ein voldug ætt dauðleg, eilíf og ótalþætt um afgruns og himins slóðir. Þessi sambandskend, þessi frjóa innsýn gerir náttúrulífslý5' ingar skáldsins einstakar í íslenskum bókmentum. Brim, Detti- foss, Hljóðaklettar, Snjór, Oldulíf, Lágnætursól — öll þes5‘ kvæði lýsa ríkri náttúrukend — hrifningu og djúpri þrá gagf' vart stórmerkjum náttúrulífsins. Þannig í kvæðinu Lágnaetur- sól við Grímseyjarsund —: Minn hugur spannar himingeiminn. Mitt hjarta telur stjörnusveiminn, sem dylur sig í heiðlofts hyl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.