Eimreiðin - 01.04.1924, Síða 18
146
EINAR BENEDIKTSSON
eimreið|N
Fyr en iífið dauðann deyðir
dvína skal ei sólarbrá.
Mannleg sál skal þekking þrá
þar lil sjónin fjarlægð eyðir,
uns vors hugar rök og ráð
rata allar himna leiðir.
Orðlistin, hin forna og síunga íþrótt norræns anda, hefur að
vísu hvergi náð jafnglæsilegum þroska í íslenskri skáldment a
síðari tímum og í ljóðum Einars Benediktssonar. Mörg kvaeði
hans eru svo fullkomnar myndir, líkingar hans af Iitum oS
hljóði auk heldur svo snjallar, að sennan rís ljóslifandi fvr*r
manni. Augað fagnar með eyranu. Hin fornfagra list, að gefa
öllu mynd, líkingu, á hér sín hæstu afrek. Dróttkvæðin ein
eiga eitthvað, sem nefna mætti til jafns. Sjálft skáld náttúr-
unnar, ]ónas Hallgrímsson, hefur ekki jafngóð tök á að lýsa.
Almennast eru náttúrulýsingar t. d. meir eða minna romsu-
kendar upptalningar ytri auðkenna í einhverri afstöðuröð
„Sér á leiti Lambahlíða
og litlu sunnar Hlöðufell".
Þetta gefur enga mynd. Það er á sinn hátt eins og marg-
ar æfisögur. Alla hina fínu þræði vantar, það sem tengir 1
heild, gefur líf og vekur til lífs. Með Einari Benediktssyni
kemst aftur til vegs í bókmentum Islands sú frumregla nor-
rænnar skáldmentar að láta aðstæðurnar — verkin, viðburð-
ina tala, skýra sjálfa sig sem mest. Hann bregður upp mynd-
um, sem lýsa sér sjálfar. A þennan hátt tekst honum að vekja
áhrif, sem annars nást alls ekki með einfaldri frásögn eða
Iýsingu. Og hann neytir þess oft, byrjar kvæði með mynd-
Með því að neyta geðhrifa myndarinnar nær hann oft furðu-
legum árangri, þótt um mjög örðug efni sé að ræða. Hér nýt'
ur okkar myndauðuga, litríka tunga sinna dýru krafta í fylgd
snjalls og máttugs listavits. Fá dæmi nægja lesandanum til
glöggvunar. I kvæðinu Hvarf síra Odds frá Miklabæ bregður
hann upp fyrir lesandanum helreið prestsins. Eyðiraddir nætur-
innar og nöturleg einvera fylla hug hans með nokkru af kvíða
og hryllingi hins dauðadæmda, hjálparvana manns, sem flýr