Eimreiðin - 01.04.1924, Qupperneq 22
150
EINAR BENEDIKTSSON
EIMREIÐIP*
03 batt saman efnin kvik og dauð.
I gullbjarma sá hans glögga hyggja
að gifta hins stærra er frelsi hins smærra:
að þúsunda líf þarf í eins manns auð
eins og aldir þarf gimstein að byggja.
Það er gömul reynsla, að ekki þarf síður þrek til þess a?
segja sannleika heldur en að finna hann. Það er að vísu
gott til skilnings að skoða lífið í kringum sig í ljósi þessarar
vængjuðu athugunar — en líklega ekki eins vinsælt.
Það er vandi að sjá, hvað taka skal og hverju sleppa. þar
sem jafnmikið er fyrir hendi og hér er. Ég hef kosið a?
sleppa alveg að kalla þeim kvæðum, er fjalla um sálarlíf og
geðhorf einkum, kvæðum, eins og Pundið, Einstæður Stark-
aðar, Draumspá ísrafels, Svartiskóli, Álfhamar, Njálsbúð 0. f’-
— vegna rúms, og þess líka, að þau krefjast alveg sérstakr-
ar meðferðar, sem liggur utan við aðal-áform þessa máls-
Með því, sem hér var til fært, vildi ég að eins gefa litla hug-
mynd um formlist og orðspeki skáldsins. Um fjölbreytni við-
fangsefnanna er hér lítil hugmynd gefin. Svo margvísleg eru
þau og stórkostleg —: Listir og hámenning nútíma og lið'
inna alda, örlög þjóða og ríkja forn og ný. Reynsla og rök
mannssálarinnar á öllum tímum, í öllum aðstæðum. Geimur-
inn, jörðin, hafið — lífið í heild og smáum myndum án tak-
marka tíma, siða eða þjóða. —
Afrek Einars Benediktssonar sem skálds hefur tvöfalda
þýðingu fyrir andlega menningu þjóðar vorrar. Hann er fyrsti
víkingurinn í nýjum sið. Strandhögg hans og herja-nám í
fósturlöndum hámenningar (civilisationar) vors tíma hafa auðg-
að skáldment vora að ágætum og sígildum dýrgripum orðsins.
Hann hefur í sannleika lagt heiminn undir íslenska orðlist,
opnað fyrstur þá leið, sem héðan af er greið skáldmönnum Is-
lands út úr einangri og fábreytni, sem lengi hefur heft og lam-