Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 23

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 23
E|mreiðin EINAR BENEDIKTSSON 151 að ágæta andlega krafta. En jafnframt því sem hann bendir ffam til nýs uppgangstíma í andlegu þjóðlífi voru í langri |ramtíð, gefur hann þjóðinni með list sinni og öruggu hvatn- 'ngu nýjan skilning og trú á hin sérstöku listaform yorrar bióðlegu menningar. Hin myndauðuga frjóa tunga vor er skáldmönnum vorum kjörið verkfæri til að skapa sígild lista- verk — listaverk orðsins, í hinum goðbornu rúnum, en stíl- ^undnu norrænu óðformum. Þegar norræn menning hefur Þfoskað til fulls öll sín efnisbundnu listaform, þá mun íslensk °rðlist ein halda áfram að skapa ódauðlegar myndasmíðar audans. Snemma á þessu ári voru 25 ár liðin síðan fyrsta bók Ein- ars Benediktssonar — Kvæði og sögur — kom fyrir sjónir ulniennings. Þá þegar var sýnt, að list hans var mikillar nátt- Uru. Eigi að síður var honum þá tekið sem fálegast. Helstu t*löðin og helsta tímaritið þögðu. Onnur blöðin *— og eitt oinkum — fluttu óvinsamlega dóma um bókina af litlum skiln- ln9i. Matthías jochumsson einn ritaði um hana af skilningi og ffamsýni, sem honum var verðug. »Sá tími mun koma«, segir Hnn gamli skáldkonungur, »að honum mun verða skipað í röð helstu skálda vorra í bundnu máli og óbundnu«. Einar Benediktsson yfirgaf brátt hinn óbundna skáldstíl. Þ° sýnir t. d. smámynd, er hann birti í Skírni fyrir nokkrum arum og heitir Strætapentarinn, að hann mundi einnig þar yera meistari, ef hann vildi. — þú skildir, að orð er á Fslandi lil um alt, sem er hugsað á jörðu. Þannig yrkir hann til móður sinnar. Og hann hefur gert eins mikið og nokkur einn maður til þess að sýna þau sann- ,ndi í list sinni. Og því kveður hann, meðal annars á íslensku óðbornasta skáldverk Norðurlanda bókmenta, Pétur Gaut Ib- sens, mjög merkiiega. — Almælt er, að fyrsta kvæði Einars ^enediktssonar sé Hvarf síra Odds á tAiklabæ. Getur verið að það sé sögn ein. En hún er eigi að síður mjög merkileg. Hún sýnir, að hann hefur staðið þjóðinni fyrir augum sem sndlingur frá upphafi. Hann er stórmerkið í andlegri við- burðasögu þjóðarinnar. Ekkert skáld okkar hefur farið jafn- Slæsilega af stað og hann, stefnt hærra né haldið fastar stefnu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.