Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Side 25

Eimreiðin - 01.04.1924, Side 25
^IMREIDIJjí Þegar fönnin hvarf. Smásaga eftir Skarphéðin. Vorið var að koma. Hlýr vindurinn þaut yfir snævi þakta 'tatneskjuna og kysti klakann mjúkum vörum. Sólin hafði náð UPP fyrir fjallsbrúnirnar og sendi geisla sína vindinum til hjálp- ari hvenær sem færi gafst fyrir skúraskýjunum, er þutu óð- jluga yfir himininn. Hér og þar sá á gráa þúfnakolla upp úr tónninni. Það dundi og söng í gljúfrunum í fjallshlíðinni, og ^kirnir hentust freyðandi og fossandi niður brekkurnar, með erslum og ólátum. Klettabeltin efst í fjallinu, þar sem aldrei festi snjó, hvernig sem kingdi niður, stóðu nú dökk og þung- búin yfir þessu herhlaupi leysinganna, sem ruddi með sér möl °9 grjóti, sandi og auri og losaði jafnvel um stærðar björg úr beirra eigin rambygðu hamraborgum. Þetta var fyrsti hláku- ^agurinn eftir langvinnan fannkingjuvetur. ^riðrik í Hlíð stóð álútur við stekkjarlækinn og hjó með rekunni niður snjóloftið. Það var sífelt að þynnast og áhætta °rðin að láta kindurnar fara gömlu slóðina. Um morguninn ' hafði hann stigið niður úr snjóloftinu, þegar hann rak þær á ‘iöru. Fjörubeitin og brauðdeigsbitinn voru nú einu bjargar- fffikin, hvert heystrá uppétið, og haglaust síðan á jólaföstu. ^riðrik í Hlíð leit upp frá vinnu sinni, rendi augunum út eff>r sléttunni og hvíldi þau andartak á stærsfu hnjótunum. »]ú, það er ekki um að villast. I dag hefur hlánað, ham- ln9junni sé lof. A morgun rek eg á hnjótana®, hugsaði Frið- r>k og hóf aftur verkið. Friðrik í Hlíð hamaðist við að moka um hríð. Svo rétti hann úr sér. Þreytuverkurinn í bakinu varð svo óþolandi við hað að standa svona hálfboginn til lengdar. Og drættirnir í ar>dlitinu virtust benda á, að þreytan næði lengra en til lík- arr>ans. Friðrik lét fallast niður á fönnina og byrgði andlitið í böndum sér. Stuna leið frá brjósti hans út í auðnina um-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.