Eimreiðin - 01.04.1924, Page 32
160
ÞEGAR FONNIN HVARF
EIMREIÖ,rl
Og það var fögnuður í sál hans þrátt fyrir söknuðinn. Hon'
um fanst sem hamingju lífs síns hefði verið bjargað á síðasta
augnabliki.
Grímsi og Dísa komu innfyrir til þess að fara að hátta 1
litlu rúmunum sínum í öðrum enda herbergisins.
»Hvernig líður rnömrnu?* sagði Grímsi og leit til pabba
síns, hálfsmeykur á svip.
Friðrik gekk til barnanna, tók þau við hönd sér og leiddi
þau að rúminu. Síðustu geislar kvöldsólarinnar léku um and-
lit og hár Hildar. Hún sýndist sofa.
»Mamma brosir*, sagði þá Dísa litla. Hún varð fyrst til
rjúfa þögnina.
»Þá er henni víst að batna«, sagði Grímsi, og glaðnaD'
heldur yfir honum.
»Mömmu er batnað*, sagði Friðrik um leið og hann faðna-
aði bæði börnin að sér.
Þegar Friðrik var búinn að hjálpa Dísu Iitlu til að hátta,
breiddi hann sængurnar ofan á systkinin, klappaði um vanð'
ann á þeim og bauð þeim góða nótt. Honum fanst andi
Hildar sveima umhverfis sig, og sál hans fyltist friði. »^3
skal reynast, börnunum okkar góður faðir frá þessari stundu-
Því lofa ég þér, Hildur«, hvíslaði hann.
En Grímsi litli lá lengi vakandi og hugsaði um það, sem
gerst hafði. Hann var enn ekki búinn að átta sig á því, ölln,
en það eitt vissi hann nú, að pabbi hans var voða góður
maður. Það hafði hún mamma hans Iíka alt af sagt.
Ásí.
Ástin blind er lífsins lind —
leiftur skyndivega.
Hún er mynd af sælu og synd,
samræmd yndislega.
Jón S. Bergmann.