Eimreiðin - 01.04.1924, Page 33
EIMREIÐIN
Það vorar.
Eftir Stefán frá Hvítadal.
Nú vorar og sólþýðir vindar blása.
Ur vetrarins dróma raknar.
Nú yngist heimur og endurfæðist,
og æskuglaður hann vaknar.
Nú brosir röðull við ísþöktum elfum,
þær ærast og fjötra slíta;
hann langelda kyndir á fannþöktum fjöllum.
Hve fagurt er út að líta.
Hve sælt reyndist forðum að vakna og vaða,
er var ég svolítill drengur.
I túninu pollar og tjarnir standa,
slíkt tælir mig ekki lengur.
Það syngur í eyrum mér seitlandi «iður
frá sólbráð úr hlíð og felli.
Nú mætti ég gjarnan vaða ef ég vildi,
mér væri ekki hótað skelli.
Því nú er ég vaxinn að visku manna,
og vordagar æfinnar farnir.
En dætur mínar, þær Erla og Anna,
þær ösla nú polla og tjarnir.
Þær finna glaðar til vængjanna veiku
og vaxandi hugsjóna þorsins.
...Ur augunum brennur heiðríkju hrifning,
þær hlakka svo ákaft til vorsins.
Eg lít mig sjálfan í augunum ungu
-og æskudraumsýnir þráðar —
ll