Eimreiðin - 01.04.1924, Side 36
164
VINNUHUGVEK]A
EIMREIDlN
á frjálsræði þeirra til að verja lífi og kröftum til þess sem
hugurinn þráir. Hún er skattur, sem þeir verða að gjalda.
Mundi þá ekki skynsemin bjóða hverjum manni að haga vinn-
unni svo, að hún kostaði sem minstan tíma og erfiði. Því mein
tími og erfiði sem sparast við hvert nauðsynjaverkið, því meiri
tími og orka verður afgangs til frjálsrar nautnar. Því þéttari
sem hripin eru, því færri ferðir þarf að fara til að skila á sinn
stað ákveðnum mæli vatns.
Þetta er svo augljós sannleikur, að maður hikar við að
segja hann. Það þykir einfaldlegt að segja það, sem allir vita
og þykjast sammála um. En eitt er að vita hvað rétt er, ann-
að að iðka það. Og þar er oft langt á milli. Þótt allir viður-
kenni, að hver maður ætti að vinna verk sín svo haganlega
sem hann gæti, þá fer því fjarri, að menn leggi alment stund
á það. Orsökin er fyrst og fremst vald eftirlíkingarinnar og
vanans. Vinnulagið á hverjum stað og tíma er ýmist arfur fra
eldri kynslóðum eða uppfinning einstakra samtíðarmanna. Menn
sjá fyrir sér verklag þeirra, sem þeir eru með, og taka þa^
upp með misjafnlega nákvæmri eftirlíkingu. Stundum detta
menn af tilviljun eða fyrir umhugsun og viðleitni sjálfra sm
ofan á nýtt vinnulag, er þeir síðan hafa og verður fyrirmynd
fleiri eða færft eftir atvikum. En það vinnulag, sem menn einu
sinni hafa upp tekið, loðir að jafnaði lengi við þá, því að þa^
er skrifað í taugakerfi þeirra, er orðið að vana og verður
ekki breytt nema með sérstakri áreynslu. Vaninn er eins kon-
ar fellingar í eðli manns, er verða því dýpri sem þær fá leng*
ur að vera í friði. Er þá augljóst, hve áríðandi það er, að
menn venjist á rétta aðferð í upphafi. En raunar verður það
aldrei trygt. Enginn getur ábyrgst, að sú aðferðin, sem nu
virðist best, sé í raun og veru hin besta, er hafa mætti. Þess
vegna verður aðalatriði alira endurbóta að vekja og æfa hugs-
un manna og rannsóknaranda, skapa þann vana, sem dýrmaet-
astur er, vanann að athuga og íhuga, mæla alt og meta af
skynsamlegu viti. Telja enga aðferð og engin tæki góð og
gild að órannsökuðu máli. Með því einu móti er von til, a^
menn smámsaman losni úr viðjum ills vana. Það er undar-
legt að sjá stundum alfaraveginn eftir sléttum melum eða jöfn-
um móum í ótal bugðum. Hvers vegna liggur vegurinn svona •