Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 39
E'MREIÐIN VINNUHUGVEKJA 167
ílátum á borðinu þar sem hann verður tekinn og borinn
á borð.
Það er nú auðsætt, að vegalengdirnar milli þessara fjögra
s^aða: geymslu, eldhússborðs, eldavélar og borðsins, sem ílátin
eru sett á, fara eftir húsaskipun og tilhögun eldhússins með
J>vh sem í því er. Gerum ráð fyrir, að allir þessir staðir væru
1 eldhúsinu sjálfu, og hugsum oss, að myndirnar A og B sýndu
s*n hvort skipulagið1).
E’að er þá auðsætt, að leiðirnar, sem ganga þarf við mat-
reiðsluna, verða miklu styttri í A. en B. Ef vér lítum á íláta-
tvottinn eftir máltíðina, þá er hann líka í fjórum aðalþáttum:
Taka matfærin af borðinu.
Hreinsa af þeim matleifarnar og setja þau við vaskinn.
f*vo þau og þurka af þeim.
Setja hvert á sinn stað í hillum, slíðri eða skúffum.
Augljóst er, að vegalengdirnar, sem ganga þarf við þetta
Verk, verða mismunandi eftir því, hvar vaskur, slíður, hillur
°' s- frv. er sett.
Sbr. Christine Frederick: Household Engineering. Chicago 1919,
bls- 22—23.