Eimreiðin - 01.04.1924, Side 42
170
VINNUHUGVEKJA
EIMREIP'N
fólgið að skifta um verk. Hvert starf heimtar sitt horf, £*nn
ham, ef svo má að orði kveða, og það tekur nokkra stund
að komast í réttan ham við verkið. Hins vegar varir hann
nokkra stund eftir að verkinu er lokið og tefur því fyrir, a^
maður komist í rétt horf til þess, sem á eftir kemur. Þetta a
jafnt við andleg störf og líkamleg og hefur verið sýnt með
tilraunum. Skrifið einar 20 tveggja stafa tölur í dálk, hver|3
niður undan annari, eins og til samlagningar, og leggið svo 1
huganum einhverja tölu, t. d. 17, við hverja tölu dálksins fvr,r
sig, svo fljótt sem þér getið, og athugið tímann, sem þa^
tekur. Dragið síðan sömu töluna frá hverri tölu fyrir sig, °3
athugið tímann, sem til þess fer. Finnið samanlagðan tímann
fyrir hvort tveggja. Að því búnu skuluð þér leggja töluna 0?)
við og draga hana jafnskjótt frá hverri tölu í dálkinum
athuga tímann, sem það tekur. Þér munuð finna, að seinni að-
ferðin er bæði erfiðari og tekur lengri tíma.
Þetta getur víða komið til greina. Eigi t. d. að gera hreint
í mörgum herbergjum í senn, þá reynist það hagkvæmara að
sópa fyrst gólf í þeim öllum, þar næst þurka ryk af og laða
til upp um herbergin og loks þvo eða gljá gólíin í þeim öllum,
heldur en a8 sópa, þurka af og þvo í hverju herbergi út af
fyrir sig, því að auk þess erfiðis^ sem fylgir því að skifta um
verk, verður að taka hvert áhald, sópinn, rykþurkuna, þvotta-
fötuna o. s. frv. og leggja frá sér jafnoft og herbergin efU
mörg, í staðinn fyrir einu sinni með hinni aðferðinni. Þetta er
nú að vísu auðsætt, en hefur auk þess verið sýnt með tilraun
þar sem athugaður var tíminn, sem verkið tók með hvorri að-
ferðinni. Sama á við um diskaþvott. Það er hagkvæmara að
hreinsa fyrst matarleifarnar af öllum diskunum og hlaða þeim,
þar næst þvo þá alla, þá þurka þá alla og loks ganga fra
þeim þar sem þeir eru geymdir, en að ljúka hverjum fYr,r
sig, enda mun það að jafnaði gert.
Eins og það er mikils vert að spara sér óþarfar hreyfinSar’
eins er hitt, að hver nauðsynleg hreyfing verði svo hagkvæm
sem verða má. Við hverja hreyfingu kemur margt til greina-
Eitt er hraðinn. Snöggar hreyfingar taka auðvitað hver fyrir si9
minni tíma, og í hraðanum býr orka, eins og hver maður veit.
sem kastað hefur steini eða rekið nagla. En snöggar hreyf'