Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Side 44

Eimreiðin - 01.04.1924, Side 44
172 VINNUHUGVEK]A EIMREIÐlN rám, hver upp af annari, tíu rár í hverri röð, en í hvern rárenda settir tveir fiskar, er sneru roðum saman. Þesar »vagninn« var fullur af fiski, var honum ýtt á teinum inn 1 hitaklefann. Eg tók nú eftir því, að hvorki var þess gaett að láta mátulega marga, þ. e. 20 fiska, á hvert borð, né heldur voru fiskarnir lagðir þannig, að stúlkurnar þyrftu ekkert að snúa þeim í hendi sér áður en þær styngju þeim í rárendana. Eg benti á, að með því að taka alt af tvo og tvo fiska ur hlaðanum þannig, að roðin sneru saman og sporðarnir eins, oS leggja þá svona í hjólbörurnar, og ökumaðurinn teldi hu »pör« upp á hvert borð, þá þyrfti aldrei aukahandtak nokkurn fisk. Sporðurinn liggur þá beint fyrir hendinni a stúlkunni, hún grípur um hann, lyftir fiskinum beint upp °S stingur honum í rána. Það er bæði fljótlegra og léttara. Margt mætti segja um vinnustellingarnar, en það yrði of langt mál. Margoft standa menn við þá vinnu, er þeir gsetu eins vel setið við, og oft bogra menn við það, sem þeir gætu með lagi hækkað svo, að þeir gætu staðið réttir við það. Að endingu eitt atriði, sem mikið er undir komið við öll störf og því meir sem þau eru sundurleitari, en það er að gera sér fyrírætlun um það, hvað vinna skuli dag hvern og á hverjum tíma dagsins og leitast við að finna, hvernig verk- unum verði haganlegast skipað niður á vinnutímann. Auðvitað verður margt til að trufla það, að slíkt gangi ætíð eins 08 ætlað var, en eins og menn gefast ekki upp við það að semja áætlanir fyrir skipin, þótt óveður og ís hamli þeir0 stundum svo, að þau verði á eftir áætlun, eins ætti að vera með daglegu störfin. Boðorð eins og þau, sem ég nú hef ymprað á: sparaðu þér óþarfar vegalengdir, gerðu eina ferðina, beygðu þig ekki að óþörfu, sparaðu þér óþarfar lyftingar, skiftu ekki oftar en þarf um verk, temdu þér hagkvæmar hreyfingar, láttu eitt handtakið búa í haginn fyrir annað, sittu við verk þitt þegar það hentar eins vel, gerðu fyrirætlanir um vinnuna og reyndu að fylgja þeim o. s. frv., — öll eru þau svo augljós og a hvers manns vitorði, að maður hikar við að taka þau fram a prenti. Nei, þetta og því um líkt vitum við öll, þegar við hugs' um okkur um, en við breytum flest þúsund sinnum á móti

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.